Góðar minningar Glock frá Montreal 8. júní 2011 14:55 Timo Glock ekur með Virgin liðinu sem er að hluta í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. „Ég á góðar minningar frá Kanada, ekki bara af því ég kann vel við brautina, heldur hef ég að hluta náð mínum besta árangri þar. Fékk stig í fyrsta Formúlu 1 mótinu mínu árið 2004, varð annar í Champ Car móti árið eftir og varð svo fjórði í Formúlu 1 mótinu 2008. Leiddi það mót líka í nokkra hringi", sagði Glock í fréttatilkynningu frá liðinu, en fyrsta mót hans í Formúlu 1 var með Jordan liðinu árið 2004 í Kanada. Glock segist njóta þess að mæta til Montreal og stemmningin sé góð. Hann segir brautina skítuga í upphafi mótshelgarinnar, en brautin er ekki sérhönnuð keppnisbraut, heldur hluti af gatnakerfinu og staðsett á eyju í sérstökum garði. „Brautin er blanda af beinum köflum og hægum beygjum og það verður áhugavert að eiga möguleika á að nota DRS (stillanlegan afturvæng) á tveimur stöðum á þessari braut", sagði Glock. Þá sagði hann vona að yfirbygging Virgin bílsins virki vel með lítið niðurtog, en á þann hátt er bílum er stillt upp fyrir þessa braut. Félaga hans d´Ambrosio hlakkar til mótsins og hann ætlar sér að hjóla brautina, auk þess að nota róðrarsvæði til æfinga sem er á mótssvæðinu. „Ég hlakka verulega til að keyra í Kanada. Þetta er frábært mót og margir áhorfendur eru til staðar og borgarlífið spennandi", sagði d´Ambrosio, sem er nýliði sem keppnisökumaður í ár. Hann var varaökumaður með öðru liði í Kanada í fyrra, en hlakkar til að takast á við brautina í ár. „Ég hef keyrt brautina í ökuhermi og það er upplifun. Veggirnir eru nálægt alveg eins og í Mónakó, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér", sagði d´Ambrosio. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. „Ég á góðar minningar frá Kanada, ekki bara af því ég kann vel við brautina, heldur hef ég að hluta náð mínum besta árangri þar. Fékk stig í fyrsta Formúlu 1 mótinu mínu árið 2004, varð annar í Champ Car móti árið eftir og varð svo fjórði í Formúlu 1 mótinu 2008. Leiddi það mót líka í nokkra hringi", sagði Glock í fréttatilkynningu frá liðinu, en fyrsta mót hans í Formúlu 1 var með Jordan liðinu árið 2004 í Kanada. Glock segist njóta þess að mæta til Montreal og stemmningin sé góð. Hann segir brautina skítuga í upphafi mótshelgarinnar, en brautin er ekki sérhönnuð keppnisbraut, heldur hluti af gatnakerfinu og staðsett á eyju í sérstökum garði. „Brautin er blanda af beinum köflum og hægum beygjum og það verður áhugavert að eiga möguleika á að nota DRS (stillanlegan afturvæng) á tveimur stöðum á þessari braut", sagði Glock. Þá sagði hann vona að yfirbygging Virgin bílsins virki vel með lítið niðurtog, en á þann hátt er bílum er stillt upp fyrir þessa braut. Félaga hans d´Ambrosio hlakkar til mótsins og hann ætlar sér að hjóla brautina, auk þess að nota róðrarsvæði til æfinga sem er á mótssvæðinu. „Ég hlakka verulega til að keyra í Kanada. Þetta er frábært mót og margir áhorfendur eru til staðar og borgarlífið spennandi", sagði d´Ambrosio, sem er nýliði sem keppnisökumaður í ár. Hann var varaökumaður með öðru liði í Kanada í fyrra, en hlakkar til að takast á við brautina í ár. „Ég hef keyrt brautina í ökuhermi og það er upplifun. Veggirnir eru nálægt alveg eins og í Mónakó, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér", sagði d´Ambrosio.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira