Kovalainen telur mótið í Kanda einn af hápunktum keppnistímabilsins 7. júní 2011 17:07 Heikki Kovalainen á mótssvæðinu í Mónakó. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Heikki Kovalainen hjá Lotus liðinu telur að Formúlu 1 mótið í Kanada sé einn af hápunktum keppnistímabilsins, en keppt verður í Montreal um næstu helgi. Liðsfélagi hans Jarno Trulli segist alltaf hafa verið óheppinni á mótssvæðinu í Montreal. „Kanada er einn af hápunktum keppnistímabilsins og ég veit að það er tilhlökkun hjá öllum í liðinu. Það er ekki sama atið og í Mónakó þegar maður er ekki á brautinni, en borgin iðar öll þegar við erum á svæðinu. Það er stutt við bakið á mótshaldinu alls staðar í borginni og stemmningin því mögnuð", sagði Kovalainen í fréttatilkynningu frá Lotus. „Brautin er gott viðfangsefni. Reynir mikið á bremsur og maður verður að vera nákvæmur á bremsuköflunum til að ná góðum hring. Það er líka atriði að nota kantana eins mikið og hægt er til að vinna sér inn tíma. Það er atriði á æfingum að stilla bílnum upp fyrir þennan þátt." Kovalainen sagði að hann hefði ekki getað náð út úr bílnum því sem til staðar í honum í Mónakó, en hann telur liðið hafa meiri upplýsingar eftir mótið til að hámarka möguleikanna í Kanada. Liðsfélagi hans Jarno Trulli kvaðst hafa notið sín í Mónakó og telur liðið á réttri leið. „Ég elska Kanada og sérstaklega Montreal. Brautin er frábær, reynir á og heimamenn taka vel á móti okkur og borgin er góð blanda af Evrópu og Norður Ameríku. Mótið sjálft hefur allt reynst mér þrautin þyngri. Ég hef alltaf verið óheppinn, en ég komst ekki í mark í fyrra og þessu vil ég breyta í ár." Trulli segir mikilvægt að gera ekki mistök, þar sem veggir afmarka brautina og hann telur brautina eina þá erfiðustu sem keppt er á. „Það verður áhugavert að sjá hvernig menn útfæra noktun á dekkjunum um helgina og ég held að þetta verði góð keppni, vonandi fyrir okkur líka!", sagði Trulli. Formúla Íþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heikki Kovalainen hjá Lotus liðinu telur að Formúlu 1 mótið í Kanada sé einn af hápunktum keppnistímabilsins, en keppt verður í Montreal um næstu helgi. Liðsfélagi hans Jarno Trulli segist alltaf hafa verið óheppinni á mótssvæðinu í Montreal. „Kanada er einn af hápunktum keppnistímabilsins og ég veit að það er tilhlökkun hjá öllum í liðinu. Það er ekki sama atið og í Mónakó þegar maður er ekki á brautinni, en borgin iðar öll þegar við erum á svæðinu. Það er stutt við bakið á mótshaldinu alls staðar í borginni og stemmningin því mögnuð", sagði Kovalainen í fréttatilkynningu frá Lotus. „Brautin er gott viðfangsefni. Reynir mikið á bremsur og maður verður að vera nákvæmur á bremsuköflunum til að ná góðum hring. Það er líka atriði að nota kantana eins mikið og hægt er til að vinna sér inn tíma. Það er atriði á æfingum að stilla bílnum upp fyrir þennan þátt." Kovalainen sagði að hann hefði ekki getað náð út úr bílnum því sem til staðar í honum í Mónakó, en hann telur liðið hafa meiri upplýsingar eftir mótið til að hámarka möguleikanna í Kanada. Liðsfélagi hans Jarno Trulli kvaðst hafa notið sín í Mónakó og telur liðið á réttri leið. „Ég elska Kanada og sérstaklega Montreal. Brautin er frábær, reynir á og heimamenn taka vel á móti okkur og borgin er góð blanda af Evrópu og Norður Ameríku. Mótið sjálft hefur allt reynst mér þrautin þyngri. Ég hef alltaf verið óheppinn, en ég komst ekki í mark í fyrra og þessu vil ég breyta í ár." Trulli segir mikilvægt að gera ekki mistök, þar sem veggir afmarka brautina og hann telur brautina eina þá erfiðustu sem keppt er á. „Það verður áhugavert að sjá hvernig menn útfæra noktun á dekkjunum um helgina og ég held að þetta verði góð keppni, vonandi fyrir okkur líka!", sagði Trulli.
Formúla Íþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira