Vettel nýtur þess að keppa í Montreal 6. júní 2011 15:28 Sebastian Vettel í sundlaug sem var hluti af svæði Red Bull í Mónakó, en hann er hér að fagna sigri í mótnu á götum Mónakó. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur unnið fimm Formúlu 1 mót af sex á keppnistímabilinu og keppir í Montreal í Kanada um næstu helgi, ásamt liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel vann síðustu keppni, sem fór fram í Mónakó og Webber varð fjórði. Vettel er með 143 stig í stigakeppni ökmumanna, en Lewis Hamilton hjá McLaren 85 og forskot Vettel er því nokkuð gott eftir fyrstu sex mótin. Fyrir sigur í mótum fást 25 stig og 18 fyrir annað sætið og 15 fyrir það þriðja, en færri stig fyrir næstu sæti á eftir, en 10 fyrstu ökumennirnir fá stig í hverju móti. Vettel segir brautina í Kanada óvenjulega, en mótssvæðið í Montreal er á svæði sem er notað í almennri umferð dags daglega, en um götubraut er að ræða eins og í Mónakó. Vettel finnst brautin minna á Albert Park í Melbourne, en það er líka götubraut. „Það er mjög hált þarna, en malbikið er með slétt yfirborð og í fyrra var mikið dekkjaslit. Það er alltaf gaman að fara þangað", sagði Vettel um mótssvæði í Montreal í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Stemmningin er frábær og áhorfendurnir eru sérstakir. Þetta er í eina skiptið sem við förum vestur yfir haf til að keppa og borgin og fólkið er svalur staður. Það er gaman að dvelja þarna mótsvikuna og keppa og ég hlakka því til." Webber er hrifinn að því hve afslappaðir áhorfendur í Kanada eru og segir stemmninguna því góða. „Brautin hefur skapað áhugaverð mót, af því þetta er götubraut og yfirbygging bílanna er með lítið niðurtog, sem býður upp á framúrakstur. Það er alltaf skemmtileg tilfinning að finna fyrir því í Montreal að það er mót í gangi, þegar við erum ekki á sjálfri brautinni", sagði Webber. Webber telur að brautin í Montreal ætti að reyna á liðin á nýjan hátt í ár, en yfirbygging bílanna er öðruvísi en í fyrra. FIA hefur gefið það út að ökumenn mega nota stillanlegan afturvæng bílanna á tveimur svæðum í Montreal. Til þess hefur aðeins verið gefið leyfi fyrir notkun á stillanlegum aftuvængjunum á einu svæði í mótum ársins. „Ég var annar á ráslínu í fyrra, en Red Bull hefur aldrei náð toppárangri á sunnudag á brautinni", sagði Webber. Hamilton vann mótið í Montreal í fyrra á McLaren, Jenson Button á samskonar bíl varð annar, en Vettel þriðji og Webber fjórði. Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur unnið fimm Formúlu 1 mót af sex á keppnistímabilinu og keppir í Montreal í Kanada um næstu helgi, ásamt liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel vann síðustu keppni, sem fór fram í Mónakó og Webber varð fjórði. Vettel er með 143 stig í stigakeppni ökmumanna, en Lewis Hamilton hjá McLaren 85 og forskot Vettel er því nokkuð gott eftir fyrstu sex mótin. Fyrir sigur í mótum fást 25 stig og 18 fyrir annað sætið og 15 fyrir það þriðja, en færri stig fyrir næstu sæti á eftir, en 10 fyrstu ökumennirnir fá stig í hverju móti. Vettel segir brautina í Kanada óvenjulega, en mótssvæðið í Montreal er á svæði sem er notað í almennri umferð dags daglega, en um götubraut er að ræða eins og í Mónakó. Vettel finnst brautin minna á Albert Park í Melbourne, en það er líka götubraut. „Það er mjög hált þarna, en malbikið er með slétt yfirborð og í fyrra var mikið dekkjaslit. Það er alltaf gaman að fara þangað", sagði Vettel um mótssvæði í Montreal í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Stemmningin er frábær og áhorfendurnir eru sérstakir. Þetta er í eina skiptið sem við förum vestur yfir haf til að keppa og borgin og fólkið er svalur staður. Það er gaman að dvelja þarna mótsvikuna og keppa og ég hlakka því til." Webber er hrifinn að því hve afslappaðir áhorfendur í Kanada eru og segir stemmninguna því góða. „Brautin hefur skapað áhugaverð mót, af því þetta er götubraut og yfirbygging bílanna er með lítið niðurtog, sem býður upp á framúrakstur. Það er alltaf skemmtileg tilfinning að finna fyrir því í Montreal að það er mót í gangi, þegar við erum ekki á sjálfri brautinni", sagði Webber. Webber telur að brautin í Montreal ætti að reyna á liðin á nýjan hátt í ár, en yfirbygging bílanna er öðruvísi en í fyrra. FIA hefur gefið það út að ökumenn mega nota stillanlegan afturvæng bílanna á tveimur svæðum í Montreal. Til þess hefur aðeins verið gefið leyfi fyrir notkun á stillanlegum aftuvængjunum á einu svæði í mótum ársins. „Ég var annar á ráslínu í fyrra, en Red Bull hefur aldrei náð toppárangri á sunnudag á brautinni", sagði Webber. Hamilton vann mótið í Montreal í fyrra á McLaren, Jenson Button á samskonar bíl varð annar, en Vettel þriðji og Webber fjórði.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira