Aftur hreyfðist golfkúla Webb Simpson á flötinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2011 14:45 Eitt upphafshögga Simpson í gær lenti í kjöltu áhorfanda sem sat undir tré Mynd/AFP Kylfingurinn Webb Simpson lenti í kunnulegum vandaræðum á þriðja hring Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Þegar Webb bjó sig undir að pútta hreyfðist kúlan í golunni og kostaði Webb högg. „Ég sveiflaði kylfunni í átt að kúlunni og hún færðist um hálfan eða einn sentimetra,“ sagði Bandaríkjamaðurinn við fjölmiðla að loknum hringnum. Simpson spilaði hringinn í gær á fimm höggum undir pari. „Ég held að þetta sé farið að gerast of reglulega, er það ekki? Þetta var eiginlega eins og í New Orleans“, bætti Simpson við. Atvikið sem hann vísar til átti sér stað á PGA-mótaröðinni í New Orleans fyrir sjö vikum. Þá var hann á góðri leið að tryggja sér sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Líkt og í gær hreyfðist kúlan í vindinum þegar hann var búinn að stilla sér upp til að pútta. Hann fékk eitt högg í víti. Vítið varð til þess að Simpson þurfti að fara í umspil við samlanda sinn Bubba Watson sem hafði betur. Simpson er þrettán höggum á eftir Rory Mcllroy fyrir lokahringinn á Opna bandaríska sem verður spilaður í dag. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Webb Simpson lenti í kunnulegum vandaræðum á þriðja hring Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Þegar Webb bjó sig undir að pútta hreyfðist kúlan í golunni og kostaði Webb högg. „Ég sveiflaði kylfunni í átt að kúlunni og hún færðist um hálfan eða einn sentimetra,“ sagði Bandaríkjamaðurinn við fjölmiðla að loknum hringnum. Simpson spilaði hringinn í gær á fimm höggum undir pari. „Ég held að þetta sé farið að gerast of reglulega, er það ekki? Þetta var eiginlega eins og í New Orleans“, bætti Simpson við. Atvikið sem hann vísar til átti sér stað á PGA-mótaröðinni í New Orleans fyrir sjö vikum. Þá var hann á góðri leið að tryggja sér sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Líkt og í gær hreyfðist kúlan í vindinum þegar hann var búinn að stilla sér upp til að pútta. Hann fékk eitt högg í víti. Vítið varð til þess að Simpson þurfti að fara í umspil við samlanda sinn Bubba Watson sem hafði betur. Simpson er þrettán höggum á eftir Rory Mcllroy fyrir lokahringinn á Opna bandaríska sem verður spilaður í dag.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira