Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 16. júní 2011 19:45 Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. AFP Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. Mickelson segir að hann hafi látið sig dreyma um að sigra á þessu móti frá því hann var barn en hann er enn ekki hættur að láta sig dreyma þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu og einu sinni á PGA –meistaramótinu. Fyrir fimm árum var Mickelson ansi nálægt því að sigra á US Open sem fram fór á Winget Foot vellinum. Þar var hann í harðri baráttu um sigurinn gegn Skotanum Colin Montgomerie en þeir gerðu sig báðir seka um mistök á lokakaflanum og Ástralinn Geoff Ogilvy stóð uppi sem sigurvegari. Mickelson hefur eins og áður segir endað fimm sinnum í öðru sæti á þessu móti og hann á því slæmar minningar frá lokadeginum á þeim öllum. Payne Stewart hafði betur gegn Mickelson árið 1999 með pútti á lokaholunni, árið 2002 sigraði Tiger Woods með þriggja högga mun og árið 2004 fékk Mickelson skramba á 17. á lokadeginum og Retief Goosen frá Suður-Afríku stóð uppi sem sigurvegari. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. Mickelson segir að hann hafi látið sig dreyma um að sigra á þessu móti frá því hann var barn en hann er enn ekki hættur að láta sig dreyma þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu og einu sinni á PGA –meistaramótinu. Fyrir fimm árum var Mickelson ansi nálægt því að sigra á US Open sem fram fór á Winget Foot vellinum. Þar var hann í harðri baráttu um sigurinn gegn Skotanum Colin Montgomerie en þeir gerðu sig báðir seka um mistök á lokakaflanum og Ástralinn Geoff Ogilvy stóð uppi sem sigurvegari. Mickelson hefur eins og áður segir endað fimm sinnum í öðru sæti á þessu móti og hann á því slæmar minningar frá lokadeginum á þeim öllum. Payne Stewart hafði betur gegn Mickelson árið 1999 með pútti á lokaholunni, árið 2002 sigraði Tiger Woods með þriggja högga mun og árið 2004 fékk Mickelson skramba á 17. á lokadeginum og Retief Goosen frá Suður-Afríku stóð uppi sem sigurvegari.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira