Adam Scott mætir til leiks með kylfusvein Tiger Woods 16. júní 2011 15:30 Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á "pokanum“ á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. AP Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á „pokanum" á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Woods er meiddur á hné og getur því ekki leikið á stórmótinu og hinn þrítugi Scott óskaði eftir því að fá Williams að „láni" frá Woods í þetta mót. Williams, sem er frá Nýja Sjálandi, hefur áður starfað fyrir kylfinga frá Ástralíu og má þar nefna Greg Norman. Williams hefur verið með Woods á 13 af alls 14 sigrum hans á stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót eða alls 18. „Við höfum þekkst í mörg ár og samstarfið gengur vel. Hann er sá besti í þessu fagi og ég þar að koma mér í þá stöðu á þessu móti að hæfileikar hans njóti sín. Til þess þarf ég að vera í baráttunni um sigurinn," sagði Scott en hann lauk samstarfi sínu við kylfuberann Tony Navarro eftir Players meistaramótið í maí. Scott hefur ekki náð sér á strik á opna bandaríska meistaramótinu á undanförnum árum en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðin í fimm af síðustu níu mótum. Hans besti árangur á stórmóti er 2. sætið en þeim árangri náði hann á Mastersmótinu í apríl. Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á „pokanum" á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Woods er meiddur á hné og getur því ekki leikið á stórmótinu og hinn þrítugi Scott óskaði eftir því að fá Williams að „láni" frá Woods í þetta mót. Williams, sem er frá Nýja Sjálandi, hefur áður starfað fyrir kylfinga frá Ástralíu og má þar nefna Greg Norman. Williams hefur verið með Woods á 13 af alls 14 sigrum hans á stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót eða alls 18. „Við höfum þekkst í mörg ár og samstarfið gengur vel. Hann er sá besti í þessu fagi og ég þar að koma mér í þá stöðu á þessu móti að hæfileikar hans njóti sín. Til þess þarf ég að vera í baráttunni um sigurinn," sagði Scott en hann lauk samstarfi sínu við kylfuberann Tony Navarro eftir Players meistaramótið í maí. Scott hefur ekki náð sér á strik á opna bandaríska meistaramótinu á undanförnum árum en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðin í fimm af síðustu níu mótum. Hans besti árangur á stórmóti er 2. sætið en þeim árangri náði hann á Mastersmótinu í apríl.
Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira