Gaman að byrja svona vel 21. júní 2011 13:30 Emilía Borgþórsdóttir. Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður hlaut gullverðlaun á stærstu húsgagnasýningu Bandaríkjanna, NeoCon, sem haldin er árlega í Chicago. Verðlaunin þykja mikill heiður og reynist mörgum stökkpallur í fremstu línu hönnuða á heimsvísu. Emilía fékk verðlaun í flokki sófaborða en sérstaka athygli vekur ytra að fyrsta vara hönnuðar, eins og raunin er með borð hennar, hljóti svo stóra viðurkenningu. "Ég var fyrir það fyrsta alveg nógu ánægð með að fá að taka þátt í þessari sýningu og var því ekkert að spá í verðlaunin. Þetta var því óvænt ánægja og bara meiriháttar," segir Emilía þegar Fréttablaðið nær af henni tali. Borðin, sem kallast Sebastopol, eru nýkomin á markað, en Coalesse framleiðir þau. Coalesse er dótturfyrirtæki stærsta húsgagnafyrirtækis í heimi, Steelcase Inc. "Þessar sýningar eru mjög mikilvægar fyrir hönnuði þar sem að þangað mæta innanhússhönnuðir til að sjá hvaða nýjungar eru í boði og versla fyrir kúnnana sína. Borðin mín eru nýr vinkill á sófaborð þar sem ég lék mér með rúmfræðina og formið og borðin eiga að geta þjónað öllum þörfum manns án þess að taka of mikið pláss." Emilía segir að þörfin hafi kveikt hugmyndina. Hún þekki það hjá sjálfri sér, vinum og kunningjum, hvað stórt sófaborð geti tekið mikið pláss í minni stofum en samt vilji maður geta haft borð þar sem hægt er að nota fyrir saumaklúbbinn, sjónvarpskvöld og svo framvegis. "Mig langaði að athuga hvort ég gæti ekki brotið form sófaborðsins upp, gert það nettara og passa um leið að það samsvaraði sér vel. Úr varð að ég byrjaði með ferkantaða plötu og skoðaði í bak og fyrir hvaða horn ég gæti skorið af án þess að það kæmi niður á notkunarmöguleikum borðsins." Borðunum má raða upp nokkrum saman endilangt eða láta þau mynda þyrpingu auk þess að hafa eitt og eitt á stangli. Þau koma í nokkrum litum og tveimur stærðum. Emilía útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Art Institute of California árið 2009. Hún hefur síðan þá verið í eigin rekstri þar sem hún býr í San Francisco og hefur tekið að sér ýmis verkefni. Hún hefur einnig þann óvenjulega bakgrunn að vera menntaður sjúkraþjálfari. Emilía segir þá menntun gagnast sér vel því hún hafi það alltaf ofarlega í huga að hún sé að hanna húsgögn fyrir mannslíkamann. "Það er virkilega gaman að byrja svona vel, vera tekinn alvarlega sem hönnuður og komast að hjá svona stóru fyrirtæki." juliam@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður hlaut gullverðlaun á stærstu húsgagnasýningu Bandaríkjanna, NeoCon, sem haldin er árlega í Chicago. Verðlaunin þykja mikill heiður og reynist mörgum stökkpallur í fremstu línu hönnuða á heimsvísu. Emilía fékk verðlaun í flokki sófaborða en sérstaka athygli vekur ytra að fyrsta vara hönnuðar, eins og raunin er með borð hennar, hljóti svo stóra viðurkenningu. "Ég var fyrir það fyrsta alveg nógu ánægð með að fá að taka þátt í þessari sýningu og var því ekkert að spá í verðlaunin. Þetta var því óvænt ánægja og bara meiriháttar," segir Emilía þegar Fréttablaðið nær af henni tali. Borðin, sem kallast Sebastopol, eru nýkomin á markað, en Coalesse framleiðir þau. Coalesse er dótturfyrirtæki stærsta húsgagnafyrirtækis í heimi, Steelcase Inc. "Þessar sýningar eru mjög mikilvægar fyrir hönnuði þar sem að þangað mæta innanhússhönnuðir til að sjá hvaða nýjungar eru í boði og versla fyrir kúnnana sína. Borðin mín eru nýr vinkill á sófaborð þar sem ég lék mér með rúmfræðina og formið og borðin eiga að geta þjónað öllum þörfum manns án þess að taka of mikið pláss." Emilía segir að þörfin hafi kveikt hugmyndina. Hún þekki það hjá sjálfri sér, vinum og kunningjum, hvað stórt sófaborð geti tekið mikið pláss í minni stofum en samt vilji maður geta haft borð þar sem hægt er að nota fyrir saumaklúbbinn, sjónvarpskvöld og svo framvegis. "Mig langaði að athuga hvort ég gæti ekki brotið form sófaborðsins upp, gert það nettara og passa um leið að það samsvaraði sér vel. Úr varð að ég byrjaði með ferkantaða plötu og skoðaði í bak og fyrir hvaða horn ég gæti skorið af án þess að það kæmi niður á notkunarmöguleikum borðsins." Borðunum má raða upp nokkrum saman endilangt eða láta þau mynda þyrpingu auk þess að hafa eitt og eitt á stangli. Þau koma í nokkrum litum og tveimur stærðum. Emilía útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Art Institute of California árið 2009. Hún hefur síðan þá verið í eigin rekstri þar sem hún býr í San Francisco og hefur tekið að sér ýmis verkefni. Hún hefur einnig þann óvenjulega bakgrunn að vera menntaður sjúkraþjálfari. Emilía segir þá menntun gagnast sér vel því hún hafi það alltaf ofarlega í huga að hún sé að hanna húsgögn fyrir mannslíkamann. "Það er virkilega gaman að byrja svona vel, vera tekinn alvarlega sem hönnuður og komast að hjá svona stóru fyrirtæki." juliam@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira