Alonso: Erfitt að brúa bilið í Vettel 8. júlí 2011 09:01 Fernando Alonso á Ferrari er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna AP mynd: Fernando Hernandez Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. „Við verðum að bíða og sjá hvort McLaren eða Ferrari er með endurbætur í bílnum til að sjá hvort við getum keppt við Red Bull", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso telur að Vettel hefði mögulega geta unnið átta mót af átta sem lokið er á árinu, en hann gerði mistök í Kanada og Alonso taldi hann hafa verið varkáran í Kína, en hann var í öðru sæti í þessum tveimur mótum. Alonso telur Vettel í yfirburðarstöðu, eins og þegar Michael Schumacher hafði yfirburði árið 2004. „Það er erfitt að keppa á þennan hátt og erfitt að hugsa sér að hægt sé að vinna Vettel, án þess að bíll okkar verði betri og sama má segja um McLaren, hvað Jenson og Lewis (Hamilton) varðar. Vonandi getum við breytt gangi mála hérna á Silverstone og það er alltaf löngun til að sigra hvert mót, en við þurfum framfaraskref. „Á sama tíma þarf Vettel að gera mistök til að við getum minnkað bilið, án þeirra verður erfitt að brúa bilið í Vettel. Hann verður að gera mistök, ef við eigum að eiga glætu og við sáum í Kanada og Kína að slíkt getur gerst. Við þurfum að einbeita okkur og reyna að vinna hvert mót, jafnvel þó við vitum að það sé erfitt", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. „Við verðum að bíða og sjá hvort McLaren eða Ferrari er með endurbætur í bílnum til að sjá hvort við getum keppt við Red Bull", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso telur að Vettel hefði mögulega geta unnið átta mót af átta sem lokið er á árinu, en hann gerði mistök í Kanada og Alonso taldi hann hafa verið varkáran í Kína, en hann var í öðru sæti í þessum tveimur mótum. Alonso telur Vettel í yfirburðarstöðu, eins og þegar Michael Schumacher hafði yfirburði árið 2004. „Það er erfitt að keppa á þennan hátt og erfitt að hugsa sér að hægt sé að vinna Vettel, án þess að bíll okkar verði betri og sama má segja um McLaren, hvað Jenson og Lewis (Hamilton) varðar. Vonandi getum við breytt gangi mála hérna á Silverstone og það er alltaf löngun til að sigra hvert mót, en við þurfum framfaraskref. „Á sama tíma þarf Vettel að gera mistök til að við getum minnkað bilið, án þeirra verður erfitt að brúa bilið í Vettel. Hann verður að gera mistök, ef við eigum að eiga glætu og við sáum í Kanada og Kína að slíkt getur gerst. Við þurfum að einbeita okkur og reyna að vinna hvert mót, jafnvel þó við vitum að það sé erfitt", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira