Nýliðinn Ricciardo þakklátur fyrir ökumannssæti hjá Hispania 6. júlí 2011 14:23 Daniel Ricciardo ræðir við starfsmenn Torro Rosso, þar sem hann hefur verið varraökumaður. Mynd: Getty Images/Peter Fox Nýliði í keppni í Formúlu 1 stýrir bíl hjá Formúlu 1 liðið Hispania á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Þetta er Ástralinn Daniel Ricciardo, sem hefur verið varaökumaður Torro Rosso. Það var að frumkvæði Red Bull sem hefur stutt ferill Ricciardo sem sæti fékkst hjá Hispania liðinu í staðinn fyrir Narain Karthikeyan. Karthikeyan mun þó væntanlega keppa í mótinu í Indlandi síðar á árinu. Karthikeyan er indverskur. Red Bull vill skoða hvernig Ricciardo ber sig að í keppni, en hann hefur átt góða spretti á æfingum með Torro Rosso og náði samkomuagli við Hispania að hann keppi með liðinu. „Ég er mjög ánægður að fyrsta Formúlu 1 mótið mitt er á Silverstone. Það er mér mikils virði. Ég er viss um, eins og öðrum, þá dreymir okkur sem börn um svona stundir, þó maður trúi ekki að það muni gerast. Þetta verður sérstök upplifun fyrir mig og kannski tilfinningarík", sagði Ricciardo í frétt á autosport.com í dag. „Ég er mjög ánægður með samkomulagið. Ég bjóst ekki við að ég myndi keyra Formúlu 1 bíl á þessu ári, þannig að það er afbragð að Red Bull hefur fundið sæti handa mér. Ég er þakklátur fyrir tækifærið og stuðning beggja liða." Ricciardo telur að það muni ekki taka hann langan tíma að aðlagast Hispania bílnum og hann hefur trú á að hann muni ná ágætum tökum á bílnum í lok mótshelgarinnar. „Markmið mitt er að ljúka eins mörgum mótum og ég get og fá reynslu. Það er mikilvægast fyrir mig sem ungur ökumaður, reynslan er dýrmæt. Auðvitað væri gaman að geta færst ofar á ráslínunni og ganga vel í mótum. Á Silverstone verður fyrsta markmiðið að komast í endamark. Það verður góð uppskera, andlega og líkamlega og hluti af lærdómnum", sagði Ricciardo. Georg Kolles yfirmaður hjá Hispania telur Ricciardo einn af efnilegustu ökumönnunum í akstursíþróttum og segir liðið vona að hann öðlist reynslu til framtíðar. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nýliði í keppni í Formúlu 1 stýrir bíl hjá Formúlu 1 liðið Hispania á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Þetta er Ástralinn Daniel Ricciardo, sem hefur verið varaökumaður Torro Rosso. Það var að frumkvæði Red Bull sem hefur stutt ferill Ricciardo sem sæti fékkst hjá Hispania liðinu í staðinn fyrir Narain Karthikeyan. Karthikeyan mun þó væntanlega keppa í mótinu í Indlandi síðar á árinu. Karthikeyan er indverskur. Red Bull vill skoða hvernig Ricciardo ber sig að í keppni, en hann hefur átt góða spretti á æfingum með Torro Rosso og náði samkomuagli við Hispania að hann keppi með liðinu. „Ég er mjög ánægður að fyrsta Formúlu 1 mótið mitt er á Silverstone. Það er mér mikils virði. Ég er viss um, eins og öðrum, þá dreymir okkur sem börn um svona stundir, þó maður trúi ekki að það muni gerast. Þetta verður sérstök upplifun fyrir mig og kannski tilfinningarík", sagði Ricciardo í frétt á autosport.com í dag. „Ég er mjög ánægður með samkomulagið. Ég bjóst ekki við að ég myndi keyra Formúlu 1 bíl á þessu ári, þannig að það er afbragð að Red Bull hefur fundið sæti handa mér. Ég er þakklátur fyrir tækifærið og stuðning beggja liða." Ricciardo telur að það muni ekki taka hann langan tíma að aðlagast Hispania bílnum og hann hefur trú á að hann muni ná ágætum tökum á bílnum í lok mótshelgarinnar. „Markmið mitt er að ljúka eins mörgum mótum og ég get og fá reynslu. Það er mikilvægast fyrir mig sem ungur ökumaður, reynslan er dýrmæt. Auðvitað væri gaman að geta færst ofar á ráslínunni og ganga vel í mótum. Á Silverstone verður fyrsta markmiðið að komast í endamark. Það verður góð uppskera, andlega og líkamlega og hluti af lærdómnum", sagði Ricciardo. Georg Kolles yfirmaður hjá Hispania telur Ricciardo einn af efnilegustu ökumönnunum í akstursíþróttum og segir liðið vona að hann öðlist reynslu til framtíðar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira