Góð veiði í vötnunum Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2011 06:49 Mynd af www.veidikortid.is Vatnaveiðin er á fullu þessa dagana og margir að gera fína veiði. Af vefnum hjá Veiðikortinu eru fréttir af mönnum sem hafa verið að gera fína veiði í Úlfljótsvatni og í Þingvallavatni. Það hefur verið mikið talað um það framan af sumri að Úlfljótsvatn sé slappt í veiði en það er líklega vanþekking á staðháttum sem getur haft áhrif á veiðileysið, eins að þekkja vel hvað fiskurinn er að taka. Á þessum árstíma er mikið úrval fæðu í vötnunum og fiskurinn getur verið einstaklega vandlátur á það sem hann er að taka. Púpan getur verið á mismundandi klakstigi og það er þess vegna góð hugmynd að fá að kíkja í bleikju hjá einhverjum sem er þegar búinn að landa einni.Mynd af www.veidikortid.isÞað er líka gott ráð að hafa meðferðis smá plastdollu með loki, og hafðu hana glæra. Þegar þu tekur innihald magans á bleikjunni settu það í krukkuna sem vatni og hristu. Þegar gruggið skolast af þá sérðu hvernig púpan lítur út sem bleikjan er að taka. Snjallt ráð og getur aukið líkurnar á veiði gífurlega. Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði
Vatnaveiðin er á fullu þessa dagana og margir að gera fína veiði. Af vefnum hjá Veiðikortinu eru fréttir af mönnum sem hafa verið að gera fína veiði í Úlfljótsvatni og í Þingvallavatni. Það hefur verið mikið talað um það framan af sumri að Úlfljótsvatn sé slappt í veiði en það er líklega vanþekking á staðháttum sem getur haft áhrif á veiðileysið, eins að þekkja vel hvað fiskurinn er að taka. Á þessum árstíma er mikið úrval fæðu í vötnunum og fiskurinn getur verið einstaklega vandlátur á það sem hann er að taka. Púpan getur verið á mismundandi klakstigi og það er þess vegna góð hugmynd að fá að kíkja í bleikju hjá einhverjum sem er þegar búinn að landa einni.Mynd af www.veidikortid.isÞað er líka gott ráð að hafa meðferðis smá plastdollu með loki, og hafðu hana glæra. Þegar þu tekur innihald magans á bleikjunni settu það í krukkuna sem vatni og hristu. Þegar gruggið skolast af þá sérðu hvernig púpan lítur út sem bleikjan er að taka. Snjallt ráð og getur aukið líkurnar á veiði gífurlega.
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði