Gullstelpurnar úr Gerplu á ferðinni út á landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2011 17:15 Mynd/Anton Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum hafa verið duglegar að kynna fimleika á landsbyggðinni og þær eru nú annað árið í röð á leiðinni í Fimleikahringinn. Í fyrra fóru stelpurnar á fimm staði í kringum landið en nú hafa þær bætt einum stað við og koma því við á sex stöðum. Gullstelpurnar fóru í fyrra á Höfn, Egilstaði, Akureyri, Stykkishólm og Grundarfjörð en nú ætla stelpurnar að fara á Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók, Stykkishólm og Grundarfjörð. Fimleikahringurinn mun alls koma við á 6 stöðum, sýna og kenna fimleika. Allir krakkar eru hvattir til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og í framhaldi býðst þeim að njóta leiðsagnar Evrópumeistaranna í grunnæfingum fimleikanna. Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu lenti í þriðja sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins 2010 verður með í för í Fimleikahringnum. „Þetta var frábær ferð í fyrra og við erum viss um að hún hafði mikið um það að segja að okkur tókst að landa Evrópumeistaratitlinum. Það var aldrei vafi hjá okkur að við færum aftur í ár. Það er klárt mál að það leynast einhverjir Evrópumeistarar þarna úti og við ætlum að gera okkar í að finna þá. Hver veit nema að þeir eigi síðan eftir að stíga sín fyrstu spor á Unglingalandsmótinu." Í lok hvers námskeiðs verða krakkarnir leystir út með gjöfum frá Olís og Símanum. Fimleikahringurinn mun halda úti Facebook síðu undir nafninu Fimleikahringurinn. Síðan verður uppfærð daglega með myndum og myndböndum frá ferð hópsins. Það er Síminn sem sér um að halda Fimleikahringnum nettengdum á ferð sinni um landið.Eftirfarandi staðir verða heimsóttir á eftirfarandi tímum: Mánudaginn 18. júlí: Íþróttamiðst. Dalvík kl. 16-18 Þriðjudaginn 19. júlí: Íþróttamiðst. Ólafsfirði kl. 16-18 Miðvikudaginn 20. júlí: Íþróttamiðst. Siglufirði kl. 16-18 Fimmtudaginn 21. júlí: Íþróttamiðst. Sauðárkróki kl. 16-18 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttamiðst. Stykkishólmi kl. 13-15 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttavellinum Grundarfirði kl. 20:15 Samstarfsaðilar um fimleikahringinn eru Olís og UMFÍ. Fimleikahringurinn er m.a. farinn til að vekja athygli á Unglingalandsmót UMFÍ en í ár verður í fyrsta skipti keppt í fimleikum á Unglingalandsmóti. Fimleikar Innlendar Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira
Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum hafa verið duglegar að kynna fimleika á landsbyggðinni og þær eru nú annað árið í röð á leiðinni í Fimleikahringinn. Í fyrra fóru stelpurnar á fimm staði í kringum landið en nú hafa þær bætt einum stað við og koma því við á sex stöðum. Gullstelpurnar fóru í fyrra á Höfn, Egilstaði, Akureyri, Stykkishólm og Grundarfjörð en nú ætla stelpurnar að fara á Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók, Stykkishólm og Grundarfjörð. Fimleikahringurinn mun alls koma við á 6 stöðum, sýna og kenna fimleika. Allir krakkar eru hvattir til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og í framhaldi býðst þeim að njóta leiðsagnar Evrópumeistaranna í grunnæfingum fimleikanna. Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu lenti í þriðja sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins 2010 verður með í för í Fimleikahringnum. „Þetta var frábær ferð í fyrra og við erum viss um að hún hafði mikið um það að segja að okkur tókst að landa Evrópumeistaratitlinum. Það var aldrei vafi hjá okkur að við færum aftur í ár. Það er klárt mál að það leynast einhverjir Evrópumeistarar þarna úti og við ætlum að gera okkar í að finna þá. Hver veit nema að þeir eigi síðan eftir að stíga sín fyrstu spor á Unglingalandsmótinu." Í lok hvers námskeiðs verða krakkarnir leystir út með gjöfum frá Olís og Símanum. Fimleikahringurinn mun halda úti Facebook síðu undir nafninu Fimleikahringurinn. Síðan verður uppfærð daglega með myndum og myndböndum frá ferð hópsins. Það er Síminn sem sér um að halda Fimleikahringnum nettengdum á ferð sinni um landið.Eftirfarandi staðir verða heimsóttir á eftirfarandi tímum: Mánudaginn 18. júlí: Íþróttamiðst. Dalvík kl. 16-18 Þriðjudaginn 19. júlí: Íþróttamiðst. Ólafsfirði kl. 16-18 Miðvikudaginn 20. júlí: Íþróttamiðst. Siglufirði kl. 16-18 Fimmtudaginn 21. júlí: Íþróttamiðst. Sauðárkróki kl. 16-18 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttamiðst. Stykkishólmi kl. 13-15 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttavellinum Grundarfirði kl. 20:15 Samstarfsaðilar um fimleikahringinn eru Olís og UMFÍ. Fimleikahringurinn er m.a. farinn til að vekja athygli á Unglingalandsmót UMFÍ en í ár verður í fyrsta skipti keppt í fimleikum á Unglingalandsmóti.
Fimleikar Innlendar Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira