Handbolti

Alfreð vonast eftir góðu samstarfi við nýja landsliðsþjálfarann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð fagnar með liði sínu.
Alfreð fagnar með liði sínu.
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltaliðsins Kiel, gerir ekki ráð fyrir öðru en að hann muni eiga farsælt samstarf við hinn nýja landsliðsþjálfara Þýskalands, Martin Heuberger.

Alfreð tókst nokkrum sinnum opinberlega á við fyrrum þjálfara landsliðsins, Heiner Brand, en Brand vildi sjá fleiri unga leikmenn í stóru liðunum í Þýskalandi. Alfreð benti aftur á móti á að ungir, þýskir leikmenn hefðu gott af því að reyna sig í öðrum deildum, upplifa nýja menningu og annað áður en þeir færu á fullt í þýsku úrvalsdeildinni.

"Ég held að við Heuberger munum eiga gott samstarf. Hann hefur staðið sig frábærlega með yngri liðin og þetta tækifæri skilið," sagði Alfreð.

"Það á engin þjóð eins marga handboltamenn og Þýskaland. Margir þessara ungu manna hefðu gott af því að upplifa eitthvað nýtt. Menn þroskast hægar ef þeir þora ekki að prófa nýja hluti."

Alfreð er með liðið sitt í ferðamannaparadísinni La Reunion á Madagascar þessa dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×