Umfjöllun: KR-ingar teknir í kennslustund á heimavelli Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar skrifar 28. júlí 2011 16:56 Mynd/Hag KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur. KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu og skömmu síðar átti Kjartan Henry Finnbogason skot í varnarmann sem small í stönginni. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins og nokkuð jafnræði var með liðunum. Miðverðir gestanna virkuðu óöruggir og um miðjan hálfleikinn komst Guðjón Baldvinsson aftur einn gegn markverði gestanna. Í þetta skiptið var hann of lengi að athafna sig og náði ekki almennilegu skoti. Á 38. mínútu jöfnuðu Georgíumennirnir leikinn. Eftir harða sókn KR-inga hrökk boltinn af varnarmanni gestanna tilbaka á markvörðinn sem tók hann upp með höndum. KR-ingar vildu fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt. Á meðan KR-ingar svekktu sig á hlutunum nýttu Tbilisi menn tímann vel. Þeir brunuðu í sókn sem lauk með fallegu marki. Staðan jöfn og þannig stóðu lelikar í hálfleik. Í síðari hálfleiknum komu KR-ingar aftur grimmir til leiks og snemma í hálfleiknum fékk Kjartan Henry dauðafæri. Þá skallaði Grétar Sigfinnur hornspyrnu að marki og Kjartan stóð á markteig og skaut. Því miður fyrir Kjartan og aðra KR-inga hitti hann beint í markvörðinn og úr varð því stórbrotinn markvarsla í stað mikilvægs marks. Á stundarfjórðungi gengu gestirnir svo frá leiknum. Þeir skoruðu tvö snyrtileg mörk og eitt úr víti og uppgjafartónn hjá KR-ingum í stúkunni. Leikurinn var galopinn síðasta korterið og gátu bæði lið bætt við mörkum en tókst ekki. Lokatölurnar 4-1 og útlitið dökkt fyrir síðari leikinn í Georgíu að viku liðinni. KR-ingar þurftu að gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu vegna meiðsla Bjarna Guðjónssonar og veikinda Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Ásgeir Örn Ólafsson og Dofri Snorrason náðu ekki að fylla í þeirra skörð enda erfitt að gera kröfu um slíkt. Hér fyrir má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur. KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu og skömmu síðar átti Kjartan Henry Finnbogason skot í varnarmann sem small í stönginni. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins og nokkuð jafnræði var með liðunum. Miðverðir gestanna virkuðu óöruggir og um miðjan hálfleikinn komst Guðjón Baldvinsson aftur einn gegn markverði gestanna. Í þetta skiptið var hann of lengi að athafna sig og náði ekki almennilegu skoti. Á 38. mínútu jöfnuðu Georgíumennirnir leikinn. Eftir harða sókn KR-inga hrökk boltinn af varnarmanni gestanna tilbaka á markvörðinn sem tók hann upp með höndum. KR-ingar vildu fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt. Á meðan KR-ingar svekktu sig á hlutunum nýttu Tbilisi menn tímann vel. Þeir brunuðu í sókn sem lauk með fallegu marki. Staðan jöfn og þannig stóðu lelikar í hálfleik. Í síðari hálfleiknum komu KR-ingar aftur grimmir til leiks og snemma í hálfleiknum fékk Kjartan Henry dauðafæri. Þá skallaði Grétar Sigfinnur hornspyrnu að marki og Kjartan stóð á markteig og skaut. Því miður fyrir Kjartan og aðra KR-inga hitti hann beint í markvörðinn og úr varð því stórbrotinn markvarsla í stað mikilvægs marks. Á stundarfjórðungi gengu gestirnir svo frá leiknum. Þeir skoruðu tvö snyrtileg mörk og eitt úr víti og uppgjafartónn hjá KR-ingum í stúkunni. Leikurinn var galopinn síðasta korterið og gátu bæði lið bætt við mörkum en tókst ekki. Lokatölurnar 4-1 og útlitið dökkt fyrir síðari leikinn í Georgíu að viku liðinni. KR-ingar þurftu að gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu vegna meiðsla Bjarna Guðjónssonar og veikinda Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Ásgeir Örn Ólafsson og Dofri Snorrason náðu ekki að fylla í þeirra skörð enda erfitt að gera kröfu um slíkt. Hér fyrir má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira