Webber ánægður með tvöfaldan sigur Red Bull 28. ágúst 2011 21:19 Jenson Button, Sebastian Vettel og Mark Webber á verðlaunapallinum á Spa brautinni í dag. AP mynd: Frank Augstein Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Webber var þriðji á ráslínu á Spa brautinni í dag, en ræsingin mistókst hjá honum og hann féll um tíma í áttunda sæti. Webber segir að sérstakur (anti-stall) búnaður í bílnum hafi trúlega heft framför hans í ræsingunni, hugsanlega vegna þess að rásmarkið er í lítilsháttar brekku, en sagði það þó óljóst. „Við höfum áhyggjur af dekkjamálum áður en við lögðum af stað og það var mikið fundað um málið í morgun. En réttar ákvarðanir voru teknar og liðið brást vel við ástandinu, eftir að hafa skoðað málin í nótt, til að nýta dekkin eins vel og mögulegt er", sagði Webber, en dekkin á bíl hans og Vettel slitnuðu ótæpilega í tímatökunni í gær og reglan segir að tíu fremstu menn megi ekki skipta um dekk eftir tímatökuna og fyrir ræsingu kappaksturs. Liðið vildi fá undanþágu frá reglunni, en það gekk ekki eftir. „Dekkin voru mjög skemmd eftir tímatökuna og við þurfum að taka þjónustuhlé snemma í keppninni til að varna því að lenda í ógöngum. Ég náði að skáka einhverjum í upphafi, eftir ræsinguna og þegar öryggisbíllinn kom út, þá heyrði ég ekki í liðinu að ég ætti að taka þjónustuhlé. Ég hafði áhyggjur af stöðunni eftir þetta, en við héldum áfram og bíllinn lét vel af stjórn. Ég náði að aka vel og við náðum hagstæðum úrslitum, og þetta var einn besti tvöfaldi sigur liðsins. Þetta var frábær helgi fyrir liðið og það átti sigurinn skilið", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Webber var þriðji á ráslínu á Spa brautinni í dag, en ræsingin mistókst hjá honum og hann féll um tíma í áttunda sæti. Webber segir að sérstakur (anti-stall) búnaður í bílnum hafi trúlega heft framför hans í ræsingunni, hugsanlega vegna þess að rásmarkið er í lítilsháttar brekku, en sagði það þó óljóst. „Við höfum áhyggjur af dekkjamálum áður en við lögðum af stað og það var mikið fundað um málið í morgun. En réttar ákvarðanir voru teknar og liðið brást vel við ástandinu, eftir að hafa skoðað málin í nótt, til að nýta dekkin eins vel og mögulegt er", sagði Webber, en dekkin á bíl hans og Vettel slitnuðu ótæpilega í tímatökunni í gær og reglan segir að tíu fremstu menn megi ekki skipta um dekk eftir tímatökuna og fyrir ræsingu kappaksturs. Liðið vildi fá undanþágu frá reglunni, en það gekk ekki eftir. „Dekkin voru mjög skemmd eftir tímatökuna og við þurfum að taka þjónustuhlé snemma í keppninni til að varna því að lenda í ógöngum. Ég náði að skáka einhverjum í upphafi, eftir ræsinguna og þegar öryggisbíllinn kom út, þá heyrði ég ekki í liðinu að ég ætti að taka þjónustuhlé. Ég hafði áhyggjur af stöðunni eftir þetta, en við héldum áfram og bíllinn lét vel af stjórn. Ég náði að aka vel og við náðum hagstæðum úrslitum, og þetta var einn besti tvöfaldi sigur liðsins. Þetta var frábær helgi fyrir liðið og það átti sigurinn skilið", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira