Heidfeld í mál vegna samningsbrots Renault 26. ágúst 2011 23:06 Nick Heidfeld telur sig eiga fullan rétt á því að aka fyrir Renault í Formúlu 1. LAT Photographic/Andrew Ferraro Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Heidfeld var ráðinn sem ökumaður Renault í stað Robert Kubica sem meiddist í rallkeppni í vetur, en Eric Bouillier, framkvæmdarstjóri Renault liðsins taldi Heidfeld ekki hafa staðið sig nógu vel á keppnistímabilinu, við hliðina á Vitaly Petrov. Bouiller og aðrir stjórnendur liðsins ákváðu því að skipa Senna í hans stað. Umboðsmaður Heidfeld sagði í frétt á autosport.com að aðgerð Renault væri vonbrigði, en kvaðst vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu hjá dómsstólum og að Heidfeld myndi vonandi keyra í keppninni í Síngapúr. „Ég var hissa á niðurstöðu liðsins að skipta mér út. Ég er enn með samning og vill keyra", sagði Heidfeld um málið, en hann mætti á mótsstaðinn í dag klæddur Renault fatnaði, sem kom Eric Bouillier framkvæmdarstjóra liðsins á óvart. „Nick er fínn náungi, en það var eitthvað ekki að virka. Hann leiddi ekki liðið og þegar menn eru hægari en Vitaly, í raun oftast nær, þá er erfitt fyrir hann að pressa á liðið og vera leiðtogi", sagði Bouillier. „Ég er ekki að segja frammistaða okkar sé Nick að kenna. Bíllinn er ekki nógu góður og við höfum gert mistök. En það þurfti að breyta einhverju hjá liðinu og varðandi ökumenn, til að vekja menn upp af blundinum. Það þarf að vekja upp áræðni innan liðsins." Bouiller sagðist telja að Heifeld hefði mætt á mótssvæðið til að vera ekki brotlegur í samningi við liðið, sem er enn með samning þrátt fyrir stöðuna hvað keppnissætið varðar. Málið verður tekið fyrir í London 19. september, en í bili má Senna keyra bíl Renault, bæði á Spa brautinni og í næsta móti á Monza á Ítalíu. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Heidfeld var ráðinn sem ökumaður Renault í stað Robert Kubica sem meiddist í rallkeppni í vetur, en Eric Bouillier, framkvæmdarstjóri Renault liðsins taldi Heidfeld ekki hafa staðið sig nógu vel á keppnistímabilinu, við hliðina á Vitaly Petrov. Bouiller og aðrir stjórnendur liðsins ákváðu því að skipa Senna í hans stað. Umboðsmaður Heidfeld sagði í frétt á autosport.com að aðgerð Renault væri vonbrigði, en kvaðst vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu hjá dómsstólum og að Heidfeld myndi vonandi keyra í keppninni í Síngapúr. „Ég var hissa á niðurstöðu liðsins að skipta mér út. Ég er enn með samning og vill keyra", sagði Heidfeld um málið, en hann mætti á mótsstaðinn í dag klæddur Renault fatnaði, sem kom Eric Bouillier framkvæmdarstjóra liðsins á óvart. „Nick er fínn náungi, en það var eitthvað ekki að virka. Hann leiddi ekki liðið og þegar menn eru hægari en Vitaly, í raun oftast nær, þá er erfitt fyrir hann að pressa á liðið og vera leiðtogi", sagði Bouillier. „Ég er ekki að segja frammistaða okkar sé Nick að kenna. Bíllinn er ekki nógu góður og við höfum gert mistök. En það þurfti að breyta einhverju hjá liðinu og varðandi ökumenn, til að vekja menn upp af blundinum. Það þarf að vekja upp áræðni innan liðsins." Bouiller sagðist telja að Heifeld hefði mætt á mótssvæðið til að vera ekki brotlegur í samningi við liðið, sem er enn með samning þrátt fyrir stöðuna hvað keppnissætið varðar. Málið verður tekið fyrir í London 19. september, en í bili má Senna keyra bíl Renault, bæði á Spa brautinni og í næsta móti á Monza á Ítalíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira