Vettel: Spa draumabraut ökumanna 24. ágúst 2011 17:30 Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með Red Bull liðinu, sem er efst í stigamóti bílasmiða. Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að Spa brautin í Belgíu sem verður notuð um næstu helgi sé draumur fyrir ökumenn. Vettel hefur gott forskot í stigamóti ökumanna fyrir tólfta mót ársins um næstu helgi, en Mark Webber hjá Red Bull er í öðru sæti og Lewis Hamilton hjá McLaren í því þriðja. Mótið á Spa brautinni er það tólfta af nítjan á þessu keppnistímabili. „Spa brautin hefur allt upp á bjóða sem ökumenn dreymir um. Ótrúlega hraðar beygjur og hæga kafla. Vegna veðursins geta verið óvæntar uppákomur. Það getur verið rigning eina mínútuna og sólskin þá næstu. Brautin er ein af þeim sem er í uppáhaldi hjá mér", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Eau Rogue og Blanchimont beygjurnar eru hápunktar. Í þurru er hægt að keyra þær án vandamála, en í bleytu er þetta önnur saga og það þarf kjark til að aka þær á fullri gjöf. Uppáhaldshluti minn er tvöfalda vinstri beygjan Pouhon. Maður er í sjötta gír, slær af í augnablik og er svo í 280 i beygjunni. Síðasti hlutinn er vandasamur, þar sem bíllinn togast í allar áttir og það þarf fullkomna einbeitingu til að halda honum á brautinni." Vettel mætir eins og aðrir ökumenn endurnærður til leiks á Spa brautina eftir 3 vikna sumarfrí keppnisliða í ágúst. „Það hefur verið frábært að fá frí í sólinni og að geta slakað á við iðkunn vatnaíþrótta, en ég get ekki beðið eftir að komast aftur um borð í bílinn" sagði Vettel. Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að Spa brautin í Belgíu sem verður notuð um næstu helgi sé draumur fyrir ökumenn. Vettel hefur gott forskot í stigamóti ökumanna fyrir tólfta mót ársins um næstu helgi, en Mark Webber hjá Red Bull er í öðru sæti og Lewis Hamilton hjá McLaren í því þriðja. Mótið á Spa brautinni er það tólfta af nítjan á þessu keppnistímabili. „Spa brautin hefur allt upp á bjóða sem ökumenn dreymir um. Ótrúlega hraðar beygjur og hæga kafla. Vegna veðursins geta verið óvæntar uppákomur. Það getur verið rigning eina mínútuna og sólskin þá næstu. Brautin er ein af þeim sem er í uppáhaldi hjá mér", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Eau Rogue og Blanchimont beygjurnar eru hápunktar. Í þurru er hægt að keyra þær án vandamála, en í bleytu er þetta önnur saga og það þarf kjark til að aka þær á fullri gjöf. Uppáhaldshluti minn er tvöfalda vinstri beygjan Pouhon. Maður er í sjötta gír, slær af í augnablik og er svo í 280 i beygjunni. Síðasti hlutinn er vandasamur, þar sem bíllinn togast í allar áttir og það þarf fullkomna einbeitingu til að halda honum á brautinni." Vettel mætir eins og aðrir ökumenn endurnærður til leiks á Spa brautina eftir 3 vikna sumarfrí keppnisliða í ágúst. „Það hefur verið frábært að fá frí í sólinni og að geta slakað á við iðkunn vatnaíþrótta, en ég get ekki beðið eftir að komast aftur um borð í bílinn" sagði Vettel.
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira