Ólafía Þórunn og Arnór Ingi Íslandsmeistarar í holukeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2011 22:26 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið sigursæl í ár. Mynd/Daníel GR-ingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson urðu í kvöld Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik eftir bráðabana en Ólafía Þórunn vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik. Bæðu urðu þau Arnór og Ólafía Íslandsmeistarar í sveitakeppni með GR um síðustu helgi og þá varð Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í höggleik fyrr í sumar. Ólafía vann því þrefalt í ár og gæti bætt fjórða titlinum við vinni hún Eimskipsmótaröðina líka. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en leikur þeirra fór alla leið á 19. holu. Andri Þór Björnsson GR vann Þórð Rafn Gissurarson úr GR í leiknum um þriðja sætið. Ólafía Þórunn vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik, 6/5. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni varð í þriðja sæti eftir að hafa lagt Sunnu Víðisdóttur úr GR.Lokastaðan í Íslandsmótinu í holukeppni:Meistaraflokkur karla: 1. sæti: Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 2. sæti: Andri Már Óskarsson GHR 3. sæti: Andri Þór Björnsson GR 4. sæt: Þórður Rafn Gissurarson GRMeistaraflokkur kvenna: 1 sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 2. sæti: Signý Arnórsdóttir GK 3. sæti Valdís Þóra Jónsdóttir GL 4 sæti. Sunna Víðisdóttir GR Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
GR-ingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson urðu í kvöld Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik eftir bráðabana en Ólafía Þórunn vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik. Bæðu urðu þau Arnór og Ólafía Íslandsmeistarar í sveitakeppni með GR um síðustu helgi og þá varð Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í höggleik fyrr í sumar. Ólafía vann því þrefalt í ár og gæti bætt fjórða titlinum við vinni hún Eimskipsmótaröðina líka. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en leikur þeirra fór alla leið á 19. holu. Andri Þór Björnsson GR vann Þórð Rafn Gissurarson úr GR í leiknum um þriðja sætið. Ólafía Þórunn vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik, 6/5. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni varð í þriðja sæti eftir að hafa lagt Sunnu Víðisdóttur úr GR.Lokastaðan í Íslandsmótinu í holukeppni:Meistaraflokkur karla: 1. sæti: Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 2. sæti: Andri Már Óskarsson GHR 3. sæti: Andri Þór Björnsson GR 4. sæt: Þórður Rafn Gissurarson GRMeistaraflokkur kvenna: 1 sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 2. sæti: Signý Arnórsdóttir GK 3. sæti Valdís Þóra Jónsdóttir GL 4 sæti. Sunna Víðisdóttir GR
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira