Handbolti

Aron með tvö mörk þegar Kiel vann Schlecker-bikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/AP
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í öruggum sjö marka sigri Kiel á AG kaupmannahöfn, 27-20, í úrslitaleik Schlecker-bikarsins sem er geysisterkt æfingamót þar sem tóku þátt mörg af bestu handboltaliðum Evrópu.

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, mætir greinilega með sitt lið í góðum gír inn í nýtt tímabil því Kiel vann alla leiki sína á mótinu með sjö mörkum eða meira. AGK og Kiel lentu saman í riðli í Meistaradeildinni og eiga því eftir að mætast aftur á næstu mánuðum.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir AGK en Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað. Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson voru ekki með í þessum leik en marahæstur hjá AGK var Svíinn Niclas Ekberg með 6 mörk.

Füchse Berlin endaði í 3. sæti á mótinu eftir ellefu marka sigur á ungverska liðinu MKB Veszprem, 31-20. Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyrir Füchse sem er þjálfað af Degi Sigurðssyni. Montpellier náði fimmta sætinu eftir 34-31 sigur á BM Granollers frá Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×