Góður gangur í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 31. ágúst 2011 21:13 Mjöll með fyrsta laxinn sem hún tekur á maðk Mynd: Ingvar Svendsen Gott vatn er í Langá þessa dagana og veiðin eftir því með ágætum. Síðustu tvö holl tóku 54 og 83 laxa, og hollið sem er að veiðum núna er komið tæplega 50 laxa og eiga heilan dag eftir. Laxinn er vel dreifður um ánna og eru laxar að koma upp úr öllum stöðum til jafns. Áin er líklega að nálgast 1700 laxa sem er undir veiðinni í fyrra en það eru 20 dagar eftir í ánni svo að það er líklegt að hún verði í um 2300 löxum. Svo bar til að hin ljúfa Mjöll Daníelsdóttir staðarhaldari í veiðihúsinu við Langá brá út af vana sínum og notaði maðk í fyrsta skipti. Hún landaði 67 sm hæng í Hreimsásbreiðu við mikin fögnuð viðstaddra. Þetta þykir nú ekki stór fiskur hjá Mjöll því hún tók 24 punda lax á Nessvæðinu í fyrra. Stangveiði Mest lesið Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði
Gott vatn er í Langá þessa dagana og veiðin eftir því með ágætum. Síðustu tvö holl tóku 54 og 83 laxa, og hollið sem er að veiðum núna er komið tæplega 50 laxa og eiga heilan dag eftir. Laxinn er vel dreifður um ánna og eru laxar að koma upp úr öllum stöðum til jafns. Áin er líklega að nálgast 1700 laxa sem er undir veiðinni í fyrra en það eru 20 dagar eftir í ánni svo að það er líklegt að hún verði í um 2300 löxum. Svo bar til að hin ljúfa Mjöll Daníelsdóttir staðarhaldari í veiðihúsinu við Langá brá út af vana sínum og notaði maðk í fyrsta skipti. Hún landaði 67 sm hæng í Hreimsásbreiðu við mikin fögnuð viðstaddra. Þetta þykir nú ekki stór fiskur hjá Mjöll því hún tók 24 punda lax á Nessvæðinu í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði