Handbolti

Aron tryggði Kiel þýska Ofurbikarinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu þýska Ofurbikarinn í kvöld með því að vinna 24-23 sigur á HSV Hamburg í árlegum leik þýsku meistarana og þýsku bikarmeistarana. Þetta er í sjötta sinn sem Kiel vinnur Ofurbikarinn þar af í annað sinn undir stjórn Alfreðs.

Kiel byrjaði báða hálfleiki vel og var með frumkvæðið nánast allan leikinn. Kiel var 15-14 yfir í hálfleik en Hamburg komst 22-20 yfir þegar 12 mínútur voru eftir. Kiel var hinsvegar sterkara á lokasprettinum og tryggði sér sigur í fyrsta leik tímabilsins.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú glæsileg mörk í leiknum þar af var sigurrmarkið þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Liðin skoruðu síðan ekkert síðustu fimm mínútur leiksins.

Svíinn Kim Andersson skoraði níu mörk fyrir Kiel þar af komu átta þeirra í fyrri hálfleiknum. Momir Ilic skoraði 8 mörk þar af fjögur úr vítum en Aron var síðan þriðji markahæstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×