Handbolti

Nóg af íslenskum mörkum í þýsku B-deildinni í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór í leik með Val árið 2009.
Arnór í leik með Val árið 2009. Mynd/Valli
Tveir leikir fóru fram í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld og voru íslenskir handboltakappar áberandi í báðum leikjum.

Fannar Friðgeirsson skoraði fimm mörk fyrir TV Emsdetten, sem Patrekur Jóhannesson þjálfaði á síðasta ári, er liðið vann nauman sigur á TV Korschenbroich á útivelli, 29-28.

Fannar skoraði síðasta mark Emsdetten tveimur og hálfri mínútu fyrir leikslok en heimamenn minnkuðu muninn með marki úr hraðri miðju aðeins nokkrum sekúndum síðar. Þar við sat.

Þá vann DHC Rheinland, sem var dæmt niður úr þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð vegna fjárhagsörðugleika, öruggan sigur á TV Bittenfeld, 32-24.

Björgvin Hólmgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Rheinland en hjá Bittenfeld var Arnór Gunnarsson meðal markahæstu manna með sín sex mörk. Árni Þór Sigtryggsson skoraði eitt mark fyrir Bittenfeld.

Rheinland hefur unnið báða leiki sína til þessa í upphafi tímabilsins og stendur vel að vígi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×