Vettel: Verðum að halda einbeitingu 8. september 2011 18:55 Sebastian Vettel er mættur til Ítalíu og keppir á Monza bratuinni um helgina. AP mynd: Antonio Calanni Sebastian Vettel hjá Red Bull er með 92 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 og er mættur til Monza á Ítalíu þar sem þrettánda umferð meistaramótsins fer fram um helgina. Liðsfélagi Vettel, Mark Webber er í öðru sæti í stigamótinu, en Fernando Alonso á Ferrari þriðji, en hann er 102 stigum á eftir Vettel. Þá er Red Bull með 131 stigs forskot á McLaren í stigamóti bílasmiða. Sjö mót eru enn eftir og þannig 175 stig í stigapottinum í hvoru stigamótinu fyrir sigur, en fyrir sigur fást 25 stig. „Ég veit að við erum í góðri stöðu, en meistarmótið er enn opið og við verðum að halda einbeitingu og hafa athyglina á öllum smáatriðum. Vera vissir um að við náum alltaf því besta út úr okkur og bílnum í hverju móti", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Það sama gildir hér. Þetta er braut sem hentar okkur kannski ekki eins mikið og aðrar, en vitum það þó ekki með vissu. Morgundagurinn verður mikilvægur og kannski verður sjéns á sigri. Við verðum að stefna á það", sagði Vettel, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða eru á föstudag að venju. Hann vildi líka meina að ef sigurmöguleikarnir væru ekki til staðar í kappakstrinum, þá væri ekki viturlegt að stefna á toppsætið. „Það þarf að skoða stöðuna hverju sinni. Hvað stöðuna í stigamótinu varðar, þá erum við í sterkri stöðu og við höfum unnið af kappi og gert fá mistök, og við eigum skilið að vera í þessari stöðu. Það þýðir ekki að allt verði í góðu lagi í næstu mótum." Hann ræddi um að hlutirnir gætu breyst hratt, eins og var raunin í fyrra, en Vettel vann meistaratitilinn raunverulega í síðasta mótinu, en Alonso hafði verið í forystu í stigamótinu fyrir síðasta mótið. En afgerandi forskot Vettel hjálpar honum óneitnalega á lokasprettinum á þessu keppnistímabili. „Ég kýs fremur að vera í stöðunni sem ég er í núna. Þegar maður er að elta þá verður maður að ná árangri, annars er hætta á að þeir sem eru á undan auki forskotið. Staðan er önnur núna. En mikilvægasta keppnin til að vera í stigaforystu í er síðasta keppnin. Við lukum tímabilinu í fyrra þannig og það er það sem við sækjumst eftir", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er með 92 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 og er mættur til Monza á Ítalíu þar sem þrettánda umferð meistaramótsins fer fram um helgina. Liðsfélagi Vettel, Mark Webber er í öðru sæti í stigamótinu, en Fernando Alonso á Ferrari þriðji, en hann er 102 stigum á eftir Vettel. Þá er Red Bull með 131 stigs forskot á McLaren í stigamóti bílasmiða. Sjö mót eru enn eftir og þannig 175 stig í stigapottinum í hvoru stigamótinu fyrir sigur, en fyrir sigur fást 25 stig. „Ég veit að við erum í góðri stöðu, en meistarmótið er enn opið og við verðum að halda einbeitingu og hafa athyglina á öllum smáatriðum. Vera vissir um að við náum alltaf því besta út úr okkur og bílnum í hverju móti", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Það sama gildir hér. Þetta er braut sem hentar okkur kannski ekki eins mikið og aðrar, en vitum það þó ekki með vissu. Morgundagurinn verður mikilvægur og kannski verður sjéns á sigri. Við verðum að stefna á það", sagði Vettel, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða eru á föstudag að venju. Hann vildi líka meina að ef sigurmöguleikarnir væru ekki til staðar í kappakstrinum, þá væri ekki viturlegt að stefna á toppsætið. „Það þarf að skoða stöðuna hverju sinni. Hvað stöðuna í stigamótinu varðar, þá erum við í sterkri stöðu og við höfum unnið af kappi og gert fá mistök, og við eigum skilið að vera í þessari stöðu. Það þýðir ekki að allt verði í góðu lagi í næstu mótum." Hann ræddi um að hlutirnir gætu breyst hratt, eins og var raunin í fyrra, en Vettel vann meistaratitilinn raunverulega í síðasta mótinu, en Alonso hafði verið í forystu í stigamótinu fyrir síðasta mótið. En afgerandi forskot Vettel hjálpar honum óneitnalega á lokasprettinum á þessu keppnistímabili. „Ég kýs fremur að vera í stöðunni sem ég er í núna. Þegar maður er að elta þá verður maður að ná árangri, annars er hætta á að þeir sem eru á undan auki forskotið. Staðan er önnur núna. En mikilvægasta keppnin til að vera í stigaforystu í er síðasta keppnin. Við lukum tímabilinu í fyrra þannig og það er það sem við sækjumst eftir", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira