Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2011 13:47 Veiðimenn, sem luku veiðum í Laxá í Kjós og Bugðu í gær, sáu nokkuð sem þeir telja ólíklegt að þeir eigi eftir að sjá í framtíðinni. Þeir voru á leið niður með ánni, neðst á svokölluðu frísvæði, þegar þeir ráku augun í torkennilegan hlut í miðri ánni. Fyrst héldu þeir að um rusl eða einhvers konar rekald væri að ræða en við nánari skoðun kom í ljós að þarna var á ferðinni gríðarstór lax sem að hluta til stóð upp úr ánni. ,,Þetta var á milli Káranesfljótsins og Laxavaðsins. Við vorum á þjóðveginum þegar við sáum eitthvað standa upp úr ánni og einhver hafði á orði að þetta gæti verið fiskur. Við færðum okkur því nær og viti menn, þetta var ekkert rusl heldur sannkallaður stórlax og góður hluti af sporðblöðkunni, hluti af bakinu og veiðiugginn stóðu upp úr ánni,“ segir Þorgrímur Leifsson í Frostfiski ehf. en hann var einn af þeim sem komu auga á þennan tröllvaxna fisk. Þorgrímur og félagar tóku myndir og myndskeið af laxinum á meðan einn veiðimannanna kastaði flugu á breiðuna en við það styggðist laxinn og lét sig hverfa í djúpið. ,,Það var eins og að hann lægi þarna í slýi og á grunnu vatni og bara út frá stærð sporðblöðkunnar og veiðiuggans er ljóst að þessi fiskur er tröllvaxinn að stærð. Hefði hann stokkið hefði dregið fyrir sólu, svo mikið er víst,“ segir Þorgrímur Leifsson. Myndskeiðið af laxinum og meira um risalaxana í Kjósinni má finna á link hér fyrir neðan.https://hreggnasi.is/is/frettir/147-risalaxinn-i-kjosinni-sast-aftur.html Stangveiði Mest lesið 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nýr heilræðabæklingur um vatnaveiði Veiði
Veiðimenn, sem luku veiðum í Laxá í Kjós og Bugðu í gær, sáu nokkuð sem þeir telja ólíklegt að þeir eigi eftir að sjá í framtíðinni. Þeir voru á leið niður með ánni, neðst á svokölluðu frísvæði, þegar þeir ráku augun í torkennilegan hlut í miðri ánni. Fyrst héldu þeir að um rusl eða einhvers konar rekald væri að ræða en við nánari skoðun kom í ljós að þarna var á ferðinni gríðarstór lax sem að hluta til stóð upp úr ánni. ,,Þetta var á milli Káranesfljótsins og Laxavaðsins. Við vorum á þjóðveginum þegar við sáum eitthvað standa upp úr ánni og einhver hafði á orði að þetta gæti verið fiskur. Við færðum okkur því nær og viti menn, þetta var ekkert rusl heldur sannkallaður stórlax og góður hluti af sporðblöðkunni, hluti af bakinu og veiðiugginn stóðu upp úr ánni,“ segir Þorgrímur Leifsson í Frostfiski ehf. en hann var einn af þeim sem komu auga á þennan tröllvaxna fisk. Þorgrímur og félagar tóku myndir og myndskeið af laxinum á meðan einn veiðimannanna kastaði flugu á breiðuna en við það styggðist laxinn og lét sig hverfa í djúpið. ,,Það var eins og að hann lægi þarna í slýi og á grunnu vatni og bara út frá stærð sporðblöðkunnar og veiðiuggans er ljóst að þessi fiskur er tröllvaxinn að stærð. Hefði hann stokkið hefði dregið fyrir sólu, svo mikið er víst,“ segir Þorgrímur Leifsson. Myndskeiðið af laxinum og meira um risalaxana í Kjósinni má finna á link hér fyrir neðan.https://hreggnasi.is/is/frettir/147-risalaxinn-i-kjosinni-sast-aftur.html
Stangveiði Mest lesið 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nýr heilræðabæklingur um vatnaveiði Veiði