98 sm lax úr Húseyjarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2011 15:56 Stórlaxinn úr Húseyjarkvísl í höndum lukkulegs veiðimanns Mynd af www.veidimenn.com Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni. Húseyjakvísl er vel þekkt sem góð síðsumarsá og einnig sem ein af betri sjóbirtingsveiðiám landsins. Vorveiðin í ánni hefur verið drjúg í sjóbirting og haustið líka. Það er því góður tími framundan í ánni og það má eiga von á að hún bæti slatta við áður en tímabilinu lýkur. Stangveiði Mest lesið Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Hliðarvatns dagurinn sunnudaginn 11.júní Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Magnaðar veiðitölur í Urriðafossi Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði
Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni. Húseyjakvísl er vel þekkt sem góð síðsumarsá og einnig sem ein af betri sjóbirtingsveiðiám landsins. Vorveiðin í ánni hefur verið drjúg í sjóbirting og haustið líka. Það er því góður tími framundan í ánni og það má eiga von á að hún bæti slatta við áður en tímabilinu lýkur.
Stangveiði Mest lesið Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Hliðarvatns dagurinn sunnudaginn 11.júní Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Magnaðar veiðitölur í Urriðafossi Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði