Webber segir undraverða stemmningu á Monza 7. september 2011 15:08 Mark Webber er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á Red Bull. AP mynd: Frank Augstein Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt. „Monza er ein besta keppnin á árinu, af því að stemmningin er undraverð meðal stuðningsmanna Ferrari. Það er mikil saga á bakvið mótssvæðið og hluti gömlu brautarinnar er enn á svæðinu og svæðið fallega gróið þar sem ítalski kappaksturinn hefur farið fram", sagði Webber m.a. í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um næstu helgi. Mótið á Monza hefur verið liður í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1 frá 1950, utan einu sinni þegar keppt var á Imola árið 1980. Mótið í ár verður það 61 sem fer fram á Monza. „Þetta er stysta mótið (tímalega séð) sem við tökum þátt í, þar sem við ljúkum 300 km (eknir eru 306.7 km) markinu tillöluega fljótt útaf sérlega miklum hámarkshraða. Það þarf bíl sem er fljótur á beinu köflunum, en hefur samt skynsamlega mikið niðurtog yfirbyggingar í beygjum", sagði Webber, en það þýðir að grip bílanna þarf að vera gott í kröppum beygjum brautarinnar, þó mikill hámarkshraði sé nauðsynlegur til að hægt sé að reyna framúrakstur. Tvö svæði verða á Monza brautinni þar sem opna má stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auka möguleika á framúrakstri. „Því miður er þetta síðasta keppnin í Evrópu á þessu tímabili. Við vorum ofdekraðir á því hve skemmtilega mótið á Spa þróaðist og vonandi gerist það sama á Monza", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt. „Monza er ein besta keppnin á árinu, af því að stemmningin er undraverð meðal stuðningsmanna Ferrari. Það er mikil saga á bakvið mótssvæðið og hluti gömlu brautarinnar er enn á svæðinu og svæðið fallega gróið þar sem ítalski kappaksturinn hefur farið fram", sagði Webber m.a. í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um næstu helgi. Mótið á Monza hefur verið liður í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1 frá 1950, utan einu sinni þegar keppt var á Imola árið 1980. Mótið í ár verður það 61 sem fer fram á Monza. „Þetta er stysta mótið (tímalega séð) sem við tökum þátt í, þar sem við ljúkum 300 km (eknir eru 306.7 km) markinu tillöluega fljótt útaf sérlega miklum hámarkshraða. Það þarf bíl sem er fljótur á beinu köflunum, en hefur samt skynsamlega mikið niðurtog yfirbyggingar í beygjum", sagði Webber, en það þýðir að grip bílanna þarf að vera gott í kröppum beygjum brautarinnar, þó mikill hámarkshraði sé nauðsynlegur til að hægt sé að reyna framúrakstur. Tvö svæði verða á Monza brautinni þar sem opna má stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auka möguleika á framúrakstri. „Því miður er þetta síðasta keppnin í Evrópu á þessu tímabili. Við vorum ofdekraðir á því hve skemmtilega mótið á Spa þróaðist og vonandi gerist það sama á Monza", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira