Simpson hefur unnið sér inn 600 milljónir kr. á þessu ári Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. september 2011 10:00 Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. AP Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. Með sigrinum er Simpson í efsta sæti Fed-Ex úrslitakeppninnar þegar tvö mót eru eftir en hann er í dauðafæri að næla sér í gríðarlegt verðlaunafé sem er í boði fyrir sigurvegarann í úrslitakeppninni. Sigurvegarinn fær 10 milljónir dala eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Simpson, sem er 26 ára gamall, fagnaði sínum fyrsta sigri á ferlinum í Greensboro fyrir þremur vikum en á því móti keppti Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Á þessu ári hefur Simpson fengið um 600 milljónir kr. í verðlaunafé en hann fékk um 100 milljónir kr. í verðlaunafé á árinu 2010. Luke Donald frá Englandi og efsti maður heimslistans, deildi þriðja sætinu með Brand Snedeker frá Bandaríkjunum og Ástralanum Jason Day. Þeir léku allir á -13. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. Með sigrinum er Simpson í efsta sæti Fed-Ex úrslitakeppninnar þegar tvö mót eru eftir en hann er í dauðafæri að næla sér í gríðarlegt verðlaunafé sem er í boði fyrir sigurvegarann í úrslitakeppninni. Sigurvegarinn fær 10 milljónir dala eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Simpson, sem er 26 ára gamall, fagnaði sínum fyrsta sigri á ferlinum í Greensboro fyrir þremur vikum en á því móti keppti Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Á þessu ári hefur Simpson fengið um 600 milljónir kr. í verðlaunafé en hann fékk um 100 milljónir kr. í verðlaunafé á árinu 2010. Luke Donald frá Englandi og efsti maður heimslistans, deildi þriðja sætinu með Brand Snedeker frá Bandaríkjunum og Ástralanum Jason Day. Þeir léku allir á -13.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira