Handbolti

Kiel valtaði yfir Flensburg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Kiel.
Aron Pálmarsson í leik með Kiel. Mynd. / Getty Images
Kiel valtaði yfir Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag en leiknum lauk með sigri heimamanna 35-21.

Fjórtán marka sigur Kiel og liðið virkar í svakalegum ham. Menn eru komnir til baka úr meiðslum og liðið loksins orðið fullskipað. Það verður erfitt að stöðva lærisveina Alfreðs Gíslasonar í vetur.

Kiel hafði yfirhöndina allan leikinn og náði strax góðu forskoti. Munurinn var mestur 14 mörk þegar Kiel skoraði síðasta mark leiksins.

Kim Anderson var magnaður í liði Kiel en hann gerði 11 mörk. Anderson lék nánast ekkert með liðinu á síðustu leiktíð sem og Daniel Narcisse, leikmaður Kiel, en hann missti af öllu tímabilinu. Narcisse kom vel út í leiknum í dag og gerði tvö mörk auk þess sem hann leikur lykilhlutverk í varnarleik liðsins.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í dag og kom töluvert við sögu. Lasse Svan Hansen var markahæstur í liði Flensburg með sex mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×