Framfarir hjá Mercedes að mati Rosberg 19. september 2011 16:44 Nico Rosberg ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu. AP mynd: Antonio Calanni Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Rosberg hefur þrisvar keppt í Singapúr, en Schumacher keppti þar í fyrsta skipti í fyrra. Þá byrjaði Mercedes að keppa á ný sem Formúlu 1 lið, með þá Rosberg og Schumacher sér til fulltingis. „Ég hlakka til mótsins í Singapúr og þetta er braut sem ég nýt vel. Ég varð í öðru sæti í fyrsta mótinu 2008, þannig að ég á góðar minningar frá þeirri mótshelgi", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Rosberg segir Singapúr borgina frábæra og hann reynir alltaf að verja tíma þar eftir keppnina með vinum sínum. „Það er gaman að aka sjálfa brautina og er ögrandi verkefni. Það þarf mikla einbeitingu vegna eðli brautarinnar og hún er mjó og afgirt. Eins og alvöru götubraut. Við höfum tekið framfaraskref í síðustu mótum og ég vona að við getum nýtt okkur það á ný í Singapúr", sagði Rosberg. Schumacher kvaðst hafa notið þess vel að keppa í Singapúr í fyrra og að keyra á óvenjulegum tímum, en kappaksturinn fer fram á flóðlýstri braut. „Götubrautin er skemmtileg og nokkuð krefjandi. Það er frábært að áhorfendur komast svo nálægt bílunum á brautinni á götum borgarinnar og sjá alvöru sjónarspil", sagði Schumacher. „Við náðum hagstæðum úrslitum í tveimur síðustu mótunum í Evrópu, á Spa og Monza. Það munu allir leggjast á eitt að ná í stigasæti í mótum í Asíu og í mótum á fjarlægum stöðum", sagði Schumacher, en sex mót eru enn eftir að keppnistímabilinu í ár. Keppt verður í Singapúr um næstu helgi og eftir það verður keppt í Japan, Suður Kóreu, Indlandi, Abu Dhabi og Brasilíu. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Rosberg hefur þrisvar keppt í Singapúr, en Schumacher keppti þar í fyrsta skipti í fyrra. Þá byrjaði Mercedes að keppa á ný sem Formúlu 1 lið, með þá Rosberg og Schumacher sér til fulltingis. „Ég hlakka til mótsins í Singapúr og þetta er braut sem ég nýt vel. Ég varð í öðru sæti í fyrsta mótinu 2008, þannig að ég á góðar minningar frá þeirri mótshelgi", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Rosberg segir Singapúr borgina frábæra og hann reynir alltaf að verja tíma þar eftir keppnina með vinum sínum. „Það er gaman að aka sjálfa brautina og er ögrandi verkefni. Það þarf mikla einbeitingu vegna eðli brautarinnar og hún er mjó og afgirt. Eins og alvöru götubraut. Við höfum tekið framfaraskref í síðustu mótum og ég vona að við getum nýtt okkur það á ný í Singapúr", sagði Rosberg. Schumacher kvaðst hafa notið þess vel að keppa í Singapúr í fyrra og að keyra á óvenjulegum tímum, en kappaksturinn fer fram á flóðlýstri braut. „Götubrautin er skemmtileg og nokkuð krefjandi. Það er frábært að áhorfendur komast svo nálægt bílunum á brautinni á götum borgarinnar og sjá alvöru sjónarspil", sagði Schumacher. „Við náðum hagstæðum úrslitum í tveimur síðustu mótunum í Evrópu, á Spa og Monza. Það munu allir leggjast á eitt að ná í stigasæti í mótum í Asíu og í mótum á fjarlægum stöðum", sagði Schumacher, en sex mót eru enn eftir að keppnistímabilinu í ár. Keppt verður í Singapúr um næstu helgi og eftir það verður keppt í Japan, Suður Kóreu, Indlandi, Abu Dhabi og Brasilíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira