Handbolti

Carlen niðurbrotinn og í öngum sínum yfir gengi Hamburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Feðgarnir Per og Oscar Carlen.
Feðgarnir Per og Oscar Carlen. Nordic Photos / Getty Images
Per Carlen, nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Hamburg, er algjörlega niðurbrotinn eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð í upphafi tímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Hamburg tapaði í gær fyrir Rhein-Neckar Löwen en þar áður fyrir Füchse Berlin. Svo vill til að bæði félög eru þjálfuð af Íslendingum - Guðmundi Guðmundssyni og Degi Sigurðssyni.

„Þetta hefur kostað mig brot úr mínu hjarta,“ sagði Carlen eftir leikinn gegn Löwen í gær. „Það er deginum ljósara að þetta er slæm byrjun á tímabilinu. Þetta er mjög erfitt.“

„Við getum vel unnið þýsku úrvalsdeildina. Við erum með frábæran mannskap og það eru enn 31 leikur eftir af tímabilinu. En þetta verður erfitt. Það gæti verið að leikmenn finni fyrir of mikilli pressu með því að spila sem ríkjandi meistarar.“

„Þar fyrir utan spiluðum við tvo mjög erfiða útileiki gegn Füchse og Löwen á aðeins fimm dögum. Það er heldur ekki einfalt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×