Handbolti

Íslendingaliðin á toppnum í þýska handboltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Kiel gefa ekkert eftir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld vann Kiel öruggan sigur á Göppingen, 28-20.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel sem leiddi í hálfleik 16-9.

Sverre Jakobsson stóð vaktinu í vörn Grosswallstadt sem vann tveggja marka sigur, 26-24, á Balingen.

Íslendingaliðin þrjú - Kiel, Löwen og Fuchse Berlin - eru jöfn á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×