Handbolti

Um hvað voru gömlu herbergisfélagarnir að rífast?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það vakti talsverða athygli að vinirnir og gömlu herbergisfélagarnir, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, skildu rífast nokkuð hraustlega eftir leik Kiel og Rhein-Neckar Löwen.

Í myndslaginu hér að ofan má sjá að Alfreð ætlar að þakka Guðmundi fyrir leikinn en hættir við á miðri leið. Í kjölfarið fórnar Guðmundur höndum og virkar ósáttur.

Þeir taka síðan nokkuð hraustlega rimmu. Í lok myndskeiðsins má síðan sjá Oliver Röggisch halda aftur af Guðmundi er hann ætlar að labba aftur til Alfreðs.

Á sama tíma sér Róbert Gunnarsson um að stjaka Alfreð í hina áttina.

Þeir félagar voru lengi herbergisfélagar er þeir léku með landsliðinu. Guðmundur var síðan aðstoðarlandsliðsþjálfari er Alfreð stýrði landsliðinu. Báðir eru þeir þó miklir keppnismenn eins og sjá má í innslaginu.

Lið Alfreðs, Kiel, vann annars leikinn og er ósigrað á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×