Tolla og skattayfirvöld í Indlandi að hrella Formúlu 1 liðin 28. september 2011 11:37 Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en fyrsta Formúlu 1 mótið í landinu fer fram í lok október. MYND: MCLAREN F1 Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins. Rekstraraðilar Jaypee brautinnar sem verður keppt á hafa boðist til að borga brúsann, en samkvæmt frétt á autosport.com er málið óleyst enn sem komið er. Segir í fréttinni að spurning sé hvort keppnisliðin og ökumenn verði skattlagðir miðað við árstekjur, en skattayfirvöld virðast hafa rétt til að skattleggja á þennan hátt. Jafnvel þó viðkomandi aðilar séu bara að heimsækja landið. Tolla og skattayfirvöld hafa þegar hafnað því að veita undanþágu frá reglum sínum. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að mótið í Indlandi muni fara fram, þrátt fyrir þetta vandamál sem er óleyst. „Það er áhyggjuefni fyrir ökumenn og lið, að því þetta eru harðsnúinn skattayfirvöld. Ég get ekki fullyrt hvar við erum staddir með málið, en viðræður eru í gangi. Ég er viss um að við keppum í Indlandi, en við þurfum að leysa þetta mál", sagði Whitmarsh. Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en hann fór frá Singapúr til að keyra McLaren bíl í kynningarskyni. Mótið í Indlandi verður á nýrri braut, sem Hermann Tilke hannaði. Með því að smella hér, er hægt að skoða nýja mótssvæðið. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins. Rekstraraðilar Jaypee brautinnar sem verður keppt á hafa boðist til að borga brúsann, en samkvæmt frétt á autosport.com er málið óleyst enn sem komið er. Segir í fréttinni að spurning sé hvort keppnisliðin og ökumenn verði skattlagðir miðað við árstekjur, en skattayfirvöld virðast hafa rétt til að skattleggja á þennan hátt. Jafnvel þó viðkomandi aðilar séu bara að heimsækja landið. Tolla og skattayfirvöld hafa þegar hafnað því að veita undanþágu frá reglum sínum. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að mótið í Indlandi muni fara fram, þrátt fyrir þetta vandamál sem er óleyst. „Það er áhyggjuefni fyrir ökumenn og lið, að því þetta eru harðsnúinn skattayfirvöld. Ég get ekki fullyrt hvar við erum staddir með málið, en viðræður eru í gangi. Ég er viss um að við keppum í Indlandi, en við þurfum að leysa þetta mál", sagði Whitmarsh. Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en hann fór frá Singapúr til að keyra McLaren bíl í kynningarskyni. Mótið í Indlandi verður á nýrri braut, sem Hermann Tilke hannaði. Með því að smella hér, er hægt að skoða nýja mótssvæðið.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira