Stewart: Hamilton þarf að skoða hugarástand sitt 26. september 2011 14:25 Lewis Hamilton ekur með McLaren Formúlu 1 liðinu. AP MYND: Eugene Hoshiko Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. „Ég er dálítið áttaviltur af því hann (Hamilton) kann að keyra og hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi. En ef hann á að verða framúrskarandi ökumaður, þá getur hann ekki verið að lenda í ógöngum hvað eftir annað. Frægustu ökumennirnir voru ekki að upplifa slíkt", sagði Stewart í frétt á autosport.com um Hamilton. Massa var mjög ósáttur við aksturslag Hamilton í mótinu í Singapúr, en áreksturinn á milli þeirra sprengdi afturdekk á bíl Massa, en framvængurinn brotnaði á bíl Hamilton. „Hann hefur allt til að bera, en einhvern veginn þá dettur hann úr gír andlega séð, eins og í Singapúr, í tímatökunni munaði litlu að hann lenti í ógöngum sem hefðu getað þýtt að hann hefði ekki klárað tímatökuna", sagði Stewart, en Hamilton var að reyna komast framúr Massa í krappri beygju í það skiptið í upphitunarhring fyrir atlögu að hröðum hring. „Áreksturinn í keppninni var óþarfi. Ég held að hann þurfi að skoða hugarástand sitt. Hann er með faglegu hæfileikanna, en hann er of oft að lenda í ógöngum. Michael Schumacher hefur lent í því sama", sagði Stewart. Hamilton og Massa lentu í karpi fyrir framan myndavélar fréttamanna eftir keppnina í Singapúr, samkvæmt frétt autosport.com og Hamilton dró sig í hlé frá fréttamönnum eftir það. Anthony faðir Hamilton, sem var umboðsmaður hans áður en leiðir þeirra skildu hvað það varðar telur að Hamilton þurfi á því að halda að hann hafi umboðsmann til staðar á mótssvæðum, eins og aðrir ökumenn. Mikið álag er á ökumönnum á mótssvæðum. XIX Management fyrirtækið er með Hamilton á sínum snærum, er umboðsaðili hans, en sér einnig um kappa eins og David Beckham. Formúla Íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. „Ég er dálítið áttaviltur af því hann (Hamilton) kann að keyra og hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi. En ef hann á að verða framúrskarandi ökumaður, þá getur hann ekki verið að lenda í ógöngum hvað eftir annað. Frægustu ökumennirnir voru ekki að upplifa slíkt", sagði Stewart í frétt á autosport.com um Hamilton. Massa var mjög ósáttur við aksturslag Hamilton í mótinu í Singapúr, en áreksturinn á milli þeirra sprengdi afturdekk á bíl Massa, en framvængurinn brotnaði á bíl Hamilton. „Hann hefur allt til að bera, en einhvern veginn þá dettur hann úr gír andlega séð, eins og í Singapúr, í tímatökunni munaði litlu að hann lenti í ógöngum sem hefðu getað þýtt að hann hefði ekki klárað tímatökuna", sagði Stewart, en Hamilton var að reyna komast framúr Massa í krappri beygju í það skiptið í upphitunarhring fyrir atlögu að hröðum hring. „Áreksturinn í keppninni var óþarfi. Ég held að hann þurfi að skoða hugarástand sitt. Hann er með faglegu hæfileikanna, en hann er of oft að lenda í ógöngum. Michael Schumacher hefur lent í því sama", sagði Stewart. Hamilton og Massa lentu í karpi fyrir framan myndavélar fréttamanna eftir keppnina í Singapúr, samkvæmt frétt autosport.com og Hamilton dró sig í hlé frá fréttamönnum eftir það. Anthony faðir Hamilton, sem var umboðsmaður hans áður en leiðir þeirra skildu hvað það varðar telur að Hamilton þurfi á því að halda að hann hafi umboðsmann til staðar á mótssvæðum, eins og aðrir ökumenn. Mikið álag er á ökumönnum á mótssvæðum. XIX Management fyrirtækið er með Hamilton á sínum snærum, er umboðsaðili hans, en sér einnig um kappa eins og David Beckham.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira