Button stefnir á sigur í Singapúr 20. september 2011 16:56 Jenson Button telur að McLaren hafi haft burði í að vinna tvö síðustu mót og hann stefnir á sigur í SIngapúr um næstu helgi. AP MYND: Antonio Calanni Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. „Þetta er eitt af þeim mótum sem ég myndi elska hvað mest að sigra. Ég er vongóður um að við getum sýnt sama hraða og í Mónakó og Ungverjalandi. Í þessum mótum náði ég að aka hvað best á árinu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. Brautin í Singapúr er götubraut, eins og brautin í Mónakó, sem Button minntist á og verður hún flóðlýst þegar kappaksturinn fer fram að kvöldi til, þar í landi. „Það er sérkennilegt að mótum í Evrópu er lokið, en við eigum samt eftir sex mót. Persónulega hef ég yndi af mótum á fjarlægum slóðum á lokasprettinum. Brautirnar sem komum til með að heimsækja eru ólíkar og meðal þeirra bestu á tímabilinu, séð frá sjónarmiði ökumanns", sagði Button. „Ég flaug til Singapúr með viðkomu í Japan og hef haft nokkra daga til að undirbúa mig", sagði Button og gat þess að keppendur þyrftu að aðlagast því að kappaksturinn fer fram að kvöldlagi, líkamlega séð og að menn verði að halda vöku sinni og einbeitingu eins og í öðrum mótum. „Miðað við núverandi stöðu okkar, þá er ég bjartsýnn á að mótið í Singapúr mun ganga að vel. Ég hef verið mjög ánægður með hraða bílsins og framlag liðsins. Samt sem áður, þetta snýst um að sigra hjá okkur og það er það sem ég stefni á að gera um helgina", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. „Þetta er eitt af þeim mótum sem ég myndi elska hvað mest að sigra. Ég er vongóður um að við getum sýnt sama hraða og í Mónakó og Ungverjalandi. Í þessum mótum náði ég að aka hvað best á árinu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. Brautin í Singapúr er götubraut, eins og brautin í Mónakó, sem Button minntist á og verður hún flóðlýst þegar kappaksturinn fer fram að kvöldi til, þar í landi. „Það er sérkennilegt að mótum í Evrópu er lokið, en við eigum samt eftir sex mót. Persónulega hef ég yndi af mótum á fjarlægum slóðum á lokasprettinum. Brautirnar sem komum til með að heimsækja eru ólíkar og meðal þeirra bestu á tímabilinu, séð frá sjónarmiði ökumanns", sagði Button. „Ég flaug til Singapúr með viðkomu í Japan og hef haft nokkra daga til að undirbúa mig", sagði Button og gat þess að keppendur þyrftu að aðlagast því að kappaksturinn fer fram að kvöldlagi, líkamlega séð og að menn verði að halda vöku sinni og einbeitingu eins og í öðrum mótum. „Miðað við núverandi stöðu okkar, þá er ég bjartsýnn á að mótið í Singapúr mun ganga að vel. Ég hef verið mjög ánægður með hraða bílsins og framlag liðsins. Samt sem áður, þetta snýst um að sigra hjá okkur og það er það sem ég stefni á að gera um helgina", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira