Button stefnir á sigur í Singapúr 20. september 2011 16:56 Jenson Button telur að McLaren hafi haft burði í að vinna tvö síðustu mót og hann stefnir á sigur í SIngapúr um næstu helgi. AP MYND: Antonio Calanni Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. „Þetta er eitt af þeim mótum sem ég myndi elska hvað mest að sigra. Ég er vongóður um að við getum sýnt sama hraða og í Mónakó og Ungverjalandi. Í þessum mótum náði ég að aka hvað best á árinu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. Brautin í Singapúr er götubraut, eins og brautin í Mónakó, sem Button minntist á og verður hún flóðlýst þegar kappaksturinn fer fram að kvöldi til, þar í landi. „Það er sérkennilegt að mótum í Evrópu er lokið, en við eigum samt eftir sex mót. Persónulega hef ég yndi af mótum á fjarlægum slóðum á lokasprettinum. Brautirnar sem komum til með að heimsækja eru ólíkar og meðal þeirra bestu á tímabilinu, séð frá sjónarmiði ökumanns", sagði Button. „Ég flaug til Singapúr með viðkomu í Japan og hef haft nokkra daga til að undirbúa mig", sagði Button og gat þess að keppendur þyrftu að aðlagast því að kappaksturinn fer fram að kvöldlagi, líkamlega séð og að menn verði að halda vöku sinni og einbeitingu eins og í öðrum mótum. „Miðað við núverandi stöðu okkar, þá er ég bjartsýnn á að mótið í Singapúr mun ganga að vel. Ég hef verið mjög ánægður með hraða bílsins og framlag liðsins. Samt sem áður, þetta snýst um að sigra hjá okkur og það er það sem ég stefni á að gera um helgina", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. „Þetta er eitt af þeim mótum sem ég myndi elska hvað mest að sigra. Ég er vongóður um að við getum sýnt sama hraða og í Mónakó og Ungverjalandi. Í þessum mótum náði ég að aka hvað best á árinu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. Brautin í Singapúr er götubraut, eins og brautin í Mónakó, sem Button minntist á og verður hún flóðlýst þegar kappaksturinn fer fram að kvöldi til, þar í landi. „Það er sérkennilegt að mótum í Evrópu er lokið, en við eigum samt eftir sex mót. Persónulega hef ég yndi af mótum á fjarlægum slóðum á lokasprettinum. Brautirnar sem komum til með að heimsækja eru ólíkar og meðal þeirra bestu á tímabilinu, séð frá sjónarmiði ökumanns", sagði Button. „Ég flaug til Singapúr með viðkomu í Japan og hef haft nokkra daga til að undirbúa mig", sagði Button og gat þess að keppendur þyrftu að aðlagast því að kappaksturinn fer fram að kvöldlagi, líkamlega séð og að menn verði að halda vöku sinni og einbeitingu eins og í öðrum mótum. „Miðað við núverandi stöðu okkar, þá er ég bjartsýnn á að mótið í Singapúr mun ganga að vel. Ég hef verið mjög ánægður með hraða bílsins og framlag liðsins. Samt sem áður, þetta snýst um að sigra hjá okkur og það er það sem ég stefni á að gera um helgina", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira