Meistarinn Vettel segist lánsamur og blessaður 9. október 2011 21:19 Christian Horner yfirmaður Red Bull liðssins, Sebastian Vettel og Adrian Newey, yfirhönnuður fagna með starfsmönnum liðsins í dag. Getty Images: Clive Rose Sebastian Vettel fagnaði öðrum meistaratitli sínum í heimsmeistaramóti ökumanna í Formúlu 1 á Suzuka brautinni í Japan í dag. Hann fór fögrum orðum um samstarfsmenn sína hjá Red Bull liðinu eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn annað árið í röð. Hann vildi meina að allir hjá Red Bull hefðu lagt hönd á plóginn í kapphlaupinu um titilinn, sama í hvaða starfi þeir væru hjá liðinu, en Red Bull liðið er staðsett í Milton Keynes í Bretlandi. Red Bull liðið er með 130 stiga forskot á McLaren liðið í meistaramóti bílasmiða og getur því unnið þann titil í ár, auk þess að hafa unnið að því með Vettel að vinna titil ökumanna. Fjórum mótum er ólokið í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili. Red Bull náði meistaratitli bílasmiða í fyrra, rétt eins og Vettel titli ökumanna. „Við erum með tvo bíla og tvo ökumenn og þurfum að bera hitann og þungann af álaginu í hvert skipti sem við förum á mót. Stundum förum við ekki eins vel með bílanna og við ættum að gera, en við erum alltaf að reyna að ná því allra mesta út úr þeim á hveri mótshelgi. En það er magnað sem hefur gerst. Við settum okkur markmið að vinna meistaratitilinn á þessu ári og að ná því í Japan, þegar fjórum mótum er ólíkið er ólýsanlegt. Það er jafn yfirþyrmandi og að vinna fyrsta titilinn", sagði Vettel eftir mótið i dag, í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel er yngstur ökumanna í sögu Formúlu 1 til að verða heimsmeistari í tvígang. Hann varð yngstur ökumanna til að vinna Formúlu 1 mót árið 2008 og á þessu ári hefur hann unnið 9 mót af þeim 15 sem hafa farið fram. „Ég gerði mér aldrei í hugarlund að ég myndi vinna meistarakeppnina og að vinna hana tvisvar er magnað. Ég á góðar minningar úr heimi Formúlu 1, frá því ég var að fylgjast með íþróttinni ungur að árum. Núna finnst mér ég lánsamur og blessaður að upplifa þessa reynslu. Það var svo mikið af spenntu og áhugsaömu fólki að fylgjast með í dag á brautinni. (þegar ökumenn voru kynntir sérstaklega á brautinni, fyrir mótið) Það var það síðasta sem ég hugsaði þegar ég setti hjálminn á mig. Þetta verður ekki betra fyrir ökumann, sólríkur dagur, spenntir áhorfendur að fylgjast með því sem maður er að gera. Um þetta snýst lífið. Að tryggja titilinn hérna er ólýsanlegt. Það er meira en frábært", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel fagnaði öðrum meistaratitli sínum í heimsmeistaramóti ökumanna í Formúlu 1 á Suzuka brautinni í Japan í dag. Hann fór fögrum orðum um samstarfsmenn sína hjá Red Bull liðinu eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn annað árið í röð. Hann vildi meina að allir hjá Red Bull hefðu lagt hönd á plóginn í kapphlaupinu um titilinn, sama í hvaða starfi þeir væru hjá liðinu, en Red Bull liðið er staðsett í Milton Keynes í Bretlandi. Red Bull liðið er með 130 stiga forskot á McLaren liðið í meistaramóti bílasmiða og getur því unnið þann titil í ár, auk þess að hafa unnið að því með Vettel að vinna titil ökumanna. Fjórum mótum er ólokið í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili. Red Bull náði meistaratitli bílasmiða í fyrra, rétt eins og Vettel titli ökumanna. „Við erum með tvo bíla og tvo ökumenn og þurfum að bera hitann og þungann af álaginu í hvert skipti sem við förum á mót. Stundum förum við ekki eins vel með bílanna og við ættum að gera, en við erum alltaf að reyna að ná því allra mesta út úr þeim á hveri mótshelgi. En það er magnað sem hefur gerst. Við settum okkur markmið að vinna meistaratitilinn á þessu ári og að ná því í Japan, þegar fjórum mótum er ólíkið er ólýsanlegt. Það er jafn yfirþyrmandi og að vinna fyrsta titilinn", sagði Vettel eftir mótið i dag, í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel er yngstur ökumanna í sögu Formúlu 1 til að verða heimsmeistari í tvígang. Hann varð yngstur ökumanna til að vinna Formúlu 1 mót árið 2008 og á þessu ári hefur hann unnið 9 mót af þeim 15 sem hafa farið fram. „Ég gerði mér aldrei í hugarlund að ég myndi vinna meistarakeppnina og að vinna hana tvisvar er magnað. Ég á góðar minningar úr heimi Formúlu 1, frá því ég var að fylgjast með íþróttinni ungur að árum. Núna finnst mér ég lánsamur og blessaður að upplifa þessa reynslu. Það var svo mikið af spenntu og áhugsaömu fólki að fylgjast með í dag á brautinni. (þegar ökumenn voru kynntir sérstaklega á brautinni, fyrir mótið) Það var það síðasta sem ég hugsaði þegar ég setti hjálminn á mig. Þetta verður ekki betra fyrir ökumann, sólríkur dagur, spenntir áhorfendur að fylgjast með því sem maður er að gera. Um þetta snýst lífið. Að tryggja titilinn hérna er ólýsanlegt. Það er meira en frábært", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira