Vettel ekki að einbeita sér að stiginu sem vantar 8. október 2011 16:45 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í Japan. AP MYND: GREG BAKER Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Það gekk þó ekki allt eins og í sögu hjá Vettel og Red Bull fyrir tímatökuna. „Ég fór útaf á æfingu í gær og skemmdi framvænginn, þannig að það var ekki auðvelt að standsetja bílinn fyrir daginn í dag. Af þeim sökum var jafnvægi bílsins ekki gott í morgun (á æfingu) og við fórum ekki nógu hratt. Eftir æfinguna í morgun, settumst við niður og spáðum í hvar við gætum bætt okkur og náðum öllu út úr bílnum í tímatökunni. Það var lykilatriði," sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel getur orðið heimsmeistari ökumanna á morgun og nægir eitt stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, jafnvel þó Button, eini keppinautur hans um titilinn vinni mótið á Suzuka brautinni og fjögur mót til viðbótar að auki. „Það var ekki mikill munur á mér og Jenson. Ég vil þakka liðinu og þeim í bækistöð liðsins fyrir að færa mér annan framvæng. Ég sæti ekki hér, án þeirra og ég er mjög glaður og ánægður. Hvort ég næ í eitt stig eða ekkert á morgun - ég er ekki einbeita mér að því." „Ég lærði lexíu í gær, þegar ég var ekki alveg 100% einbeittur og missti bílinn útaf. Keppnin á morgun er löng og erfið. Ég hlakka til. Við elskum að koma hingað, það er sérstök stemmning og áhorfendur eru ástríðufullir og brjálaðir," sagði Vettel góðlátlega. „Þegar við erum á hótelinu á morgnanna, þá er það fullt af fólki og allir eru gargandi. Það er skemmtileg tilfinning að vera hluti af því og það verður sérstakt af ræsa af stað, fremstur á ráslínu. Keppnin er löng og það getur margt gerst", sagði Vettel. Bein útsending frá japanska Formúlu 1 kappakstrinum hefst með upphitun klukkan 05.30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og verður útsendingin í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Það gekk þó ekki allt eins og í sögu hjá Vettel og Red Bull fyrir tímatökuna. „Ég fór útaf á æfingu í gær og skemmdi framvænginn, þannig að það var ekki auðvelt að standsetja bílinn fyrir daginn í dag. Af þeim sökum var jafnvægi bílsins ekki gott í morgun (á æfingu) og við fórum ekki nógu hratt. Eftir æfinguna í morgun, settumst við niður og spáðum í hvar við gætum bætt okkur og náðum öllu út úr bílnum í tímatökunni. Það var lykilatriði," sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel getur orðið heimsmeistari ökumanna á morgun og nægir eitt stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, jafnvel þó Button, eini keppinautur hans um titilinn vinni mótið á Suzuka brautinni og fjögur mót til viðbótar að auki. „Það var ekki mikill munur á mér og Jenson. Ég vil þakka liðinu og þeim í bækistöð liðsins fyrir að færa mér annan framvæng. Ég sæti ekki hér, án þeirra og ég er mjög glaður og ánægður. Hvort ég næ í eitt stig eða ekkert á morgun - ég er ekki einbeita mér að því." „Ég lærði lexíu í gær, þegar ég var ekki alveg 100% einbeittur og missti bílinn útaf. Keppnin á morgun er löng og erfið. Ég hlakka til. Við elskum að koma hingað, það er sérstök stemmning og áhorfendur eru ástríðufullir og brjálaðir," sagði Vettel góðlátlega. „Þegar við erum á hótelinu á morgnanna, þá er það fullt af fólki og allir eru gargandi. Það er skemmtileg tilfinning að vera hluti af því og það verður sérstakt af ræsa af stað, fremstur á ráslínu. Keppnin er löng og það getur margt gerst", sagði Vettel. Bein útsending frá japanska Formúlu 1 kappakstrinum hefst með upphitun klukkan 05.30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og verður útsendingin í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira