Vistvæn hönnun og orkusparandi lausnir 6. október 2011 11:15 Verðlaunatillaga Henning Larsen stofunnar fyrir nýjar höfuðstöðvar Siemens. Í kvöld mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Teiknistofan ætti að vera öllum Íslendingum kunn en hún kom meðal annars að hönnun Hörpu og Háskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn fjallar um sýn Henning Larsen stofunnar á vistvæna hönnun sem hún telur eigi að vera hluti af hönnunarferlinu frá upphafi. Fyrirlesarinn Signe Kongebro er arkitekt og meðeigandi í teiknistofunni. Hún er deildarstjóri fyrir sérstaka þróunardeild innan fyrirtækisins sem leggur áherslu á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir. Henning Larsen Architects er alþjóðlegasta teiknistofan í Danmörku. Stofan var stofnuð af Henning Larsen árið 1959. Í dag starfa þar um 157 manns. Teiknistofan hefur útibú og verkefni í meira en 20 löndum. Nýverið unnu þau alþjóðlega samkeppni um um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, þar sem gerðar voru mjög háar kröfur um ábyrga framtíðarafstöðu til auðlinda jarðar, en meðal annars verða úthliðar hússins hallandi þannig að birta sólar nýtist sem best. Fyrirlestur Signe er hluti af fyrirlestrarröðinni Ný norræn byggingarlist í Norræna húsinu. Hún hófst í síðustu viku þegar Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt fjallaði um Sundlaugina á Hofsósi. Síðasti fyrirlesturinn er síðan á dagskrá 17. nóvember þegar Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu fjallar um Hörpu. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Í kvöld mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Teiknistofan ætti að vera öllum Íslendingum kunn en hún kom meðal annars að hönnun Hörpu og Háskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn fjallar um sýn Henning Larsen stofunnar á vistvæna hönnun sem hún telur eigi að vera hluti af hönnunarferlinu frá upphafi. Fyrirlesarinn Signe Kongebro er arkitekt og meðeigandi í teiknistofunni. Hún er deildarstjóri fyrir sérstaka þróunardeild innan fyrirtækisins sem leggur áherslu á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir. Henning Larsen Architects er alþjóðlegasta teiknistofan í Danmörku. Stofan var stofnuð af Henning Larsen árið 1959. Í dag starfa þar um 157 manns. Teiknistofan hefur útibú og verkefni í meira en 20 löndum. Nýverið unnu þau alþjóðlega samkeppni um um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, þar sem gerðar voru mjög háar kröfur um ábyrga framtíðarafstöðu til auðlinda jarðar, en meðal annars verða úthliðar hússins hallandi þannig að birta sólar nýtist sem best. Fyrirlestur Signe er hluti af fyrirlestrarröðinni Ný norræn byggingarlist í Norræna húsinu. Hún hófst í síðustu viku þegar Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt fjallaði um Sundlaugina á Hofsósi. Síðasti fyrirlesturinn er síðan á dagskrá 17. nóvember þegar Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu fjallar um Hörpu.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira