McLaren samdi við Button um áframhaldandi samstarf 5. október 2011 14:45 Jenson Button verður áfram hjá McLaren liðinu. AP MYND: MCLAREN McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Til að Button geti tryggt sér titilinn þarf hann að sigra í þeim fimm mótum sem eftir eru, en Vettel má á sama tíma ekki fá stig, eigi Button að vinna titilinn. Vettel nægir í raun eitt stig í einhverju af þeim mótum sem eftir eru til að vinna titil ökumanna annað árið í röð. Í fréttatilkynningu McLaren um samninginn við Button segir að gerður hafi verið við samningur við Button til nokkurra ára (multi-year contract), en ekki er tilgreint nákvæmlega til hve margra ára. „Mér hefur aldrei liðið eins vel hjá nokkru liði eins og McLaren. Ég hef unnið fjóra af stærstu sigrum lífs míns hérna og er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna sem stendur og finnst að ég hafi aldrei ekið betur", sagði Button m.a. í fréttatilkynningunni frá McLaren. Button gat þess að hann tryði því að hvergi væri eins mikil ástríða og einbeitni til að stefna á sigur og hjá McLaren. „Fyrir ökumann eru það ótrúlega kraftmiklar tilfinningar að vera hluti af, og þær styrktu þrá mína til að gera langtímasamning við liðið. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég vil vinna fleiri mót og meistaratitla og ég hef fulla trú á að ég sé á réttum stað til þess að ná þessum markmiðum. Við vitum hvernig á að vinna og erum að fága fyrirtækið til að ganga úr skugga að við getum gert slíkt næstu árin", sagði Button. Yfirmaður McLaren liðsins, Martin Whitmarsh sagði m.a. um samninginn við Button: „Jenson er frábær ökumaður og frábær maður. Ég held ég geti sagt að hann sé einn af hæfustu og virtustu ökumönnunum sem við höfum haft og ég er því hæstánægður að hann mun vinna með okkur í framtíðinni." Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Til að Button geti tryggt sér titilinn þarf hann að sigra í þeim fimm mótum sem eftir eru, en Vettel má á sama tíma ekki fá stig, eigi Button að vinna titilinn. Vettel nægir í raun eitt stig í einhverju af þeim mótum sem eftir eru til að vinna titil ökumanna annað árið í röð. Í fréttatilkynningu McLaren um samninginn við Button segir að gerður hafi verið við samningur við Button til nokkurra ára (multi-year contract), en ekki er tilgreint nákvæmlega til hve margra ára. „Mér hefur aldrei liðið eins vel hjá nokkru liði eins og McLaren. Ég hef unnið fjóra af stærstu sigrum lífs míns hérna og er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna sem stendur og finnst að ég hafi aldrei ekið betur", sagði Button m.a. í fréttatilkynningunni frá McLaren. Button gat þess að hann tryði því að hvergi væri eins mikil ástríða og einbeitni til að stefna á sigur og hjá McLaren. „Fyrir ökumann eru það ótrúlega kraftmiklar tilfinningar að vera hluti af, og þær styrktu þrá mína til að gera langtímasamning við liðið. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég vil vinna fleiri mót og meistaratitla og ég hef fulla trú á að ég sé á réttum stað til þess að ná þessum markmiðum. Við vitum hvernig á að vinna og erum að fága fyrirtækið til að ganga úr skugga að við getum gert slíkt næstu árin", sagði Button. Yfirmaður McLaren liðsins, Martin Whitmarsh sagði m.a. um samninginn við Button: „Jenson er frábær ökumaður og frábær maður. Ég held ég geti sagt að hann sé einn af hæfustu og virtustu ökumönnunum sem við höfum haft og ég er því hæstánægður að hann mun vinna með okkur í framtíðinni."
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira