Ecclestone ánægður með fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi 31. október 2011 16:00 Vijay Mallya, stofnandi Force India liðsins og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM ræða málin. AP MYND: Luca Bruno Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. „Ég er mjög, mjög ánægður og held að aðrir séu það líka, það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Ecclestone í frétt á autosport.com um framkvæmd mótsins. Hann gat þess einnig að þeir sem stóðu að mótinu myndu skoða hvað þyrfti að endurbæta og hann væri viss að það yrði gert. Ecclestone sagði að hann hafði verið aðeins stressaður yfir því í aðdraganda mótsins um hvort mótssvæðið yrði tilbúið í tæka tíð. „Ég var aðeins stressaður, af því ég hélt að það yrði ekki tilbúið. Ég sá ljósmyndir á hverjum degi og það var alltaf verið að bæta hlutina. Oftast nær kvartar fólk, ef það er yfir einhverju að kvarta, en ég hef ekkert heyrt kvartanir," sagði Ecclestone. Í frétt autosport.com segir að 95.000 áhorfendur hafi verið á kappakstrinum á sunnudag og Ecclestone sagði um það: „Það er frábært. Ef maður hefði nefnt F1 (Formúlu 1) við þetta fólk fyrir þremur árum, þá hefði það ekki vitað hvað væri verið að tala um. Mér fannst þetta frábært. Frábærir áhorfendur og frábær stemmning," sagði Ecclestone. Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. „Ég er mjög, mjög ánægður og held að aðrir séu það líka, það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Ecclestone í frétt á autosport.com um framkvæmd mótsins. Hann gat þess einnig að þeir sem stóðu að mótinu myndu skoða hvað þyrfti að endurbæta og hann væri viss að það yrði gert. Ecclestone sagði að hann hafði verið aðeins stressaður yfir því í aðdraganda mótsins um hvort mótssvæðið yrði tilbúið í tæka tíð. „Ég var aðeins stressaður, af því ég hélt að það yrði ekki tilbúið. Ég sá ljósmyndir á hverjum degi og það var alltaf verið að bæta hlutina. Oftast nær kvartar fólk, ef það er yfir einhverju að kvarta, en ég hef ekkert heyrt kvartanir," sagði Ecclestone. Í frétt autosport.com segir að 95.000 áhorfendur hafi verið á kappakstrinum á sunnudag og Ecclestone sagði um það: „Það er frábært. Ef maður hefði nefnt F1 (Formúlu 1) við þetta fólk fyrir þremur árum, þá hefði það ekki vitað hvað væri verið að tala um. Mér fannst þetta frábært. Frábærir áhorfendur og frábær stemmning," sagði Ecclestone.
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira