Enn einn sigurinn hjá Vettel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2011 11:08 Vettel í kappakstrinum í dag. Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. Þetta var fyrsti Formúlu 1-kappaksturinn sem fór fram í Indlandi en Vettel, sem var fremstur á ráspól í ræsingunni, hafði forystu allan kappaksturinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Bretinn Jenson Button á McLaren varð annar en Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Félagi Vettel hjá Red Bull, Ástralinn Mark Webber, varð fimmti en gamla kempan Michael Schumacher á Mercedes sjötti. Vettel vann í dag sinn ellefta sigur á árinu og þann fimmta í síðustu sex keppnum. Hann hefur aðeins tvisvar lent neðar en öðru sæti - einu sinni í þriðja og einu sinni í fjórða. Hann er með 134 stiga forystu á næsta ökuþór, Button, og því haft ótrúlega yfirburði á árinu. Tvær keppnir eru eftir á tímabilinu, í Abu Dhabi eftir tvær vikur og svo verður lokakeppnin í Brasilíu þann 27. nóvember. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. Þetta var fyrsti Formúlu 1-kappaksturinn sem fór fram í Indlandi en Vettel, sem var fremstur á ráspól í ræsingunni, hafði forystu allan kappaksturinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Bretinn Jenson Button á McLaren varð annar en Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Félagi Vettel hjá Red Bull, Ástralinn Mark Webber, varð fimmti en gamla kempan Michael Schumacher á Mercedes sjötti. Vettel vann í dag sinn ellefta sigur á árinu og þann fimmta í síðustu sex keppnum. Hann hefur aðeins tvisvar lent neðar en öðru sæti - einu sinni í þriðja og einu sinni í fjórða. Hann er með 134 stiga forystu á næsta ökuþór, Button, og því haft ótrúlega yfirburði á árinu. Tvær keppnir eru eftir á tímabilinu, í Abu Dhabi eftir tvær vikur og svo verður lokakeppnin í Brasilíu þann 27. nóvember.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira