Lífið

Framúrskarandi hönnuðir fá styrk

elly@365.is skrifar
myndir/HAG
Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði 6.000.000 kr. til hönnuða og framúrskarandi verkefna í gær en sjóðurinn stendur á tímamótum, nú þegar þriggja ára tilraunatímabili hans lýkur í lok þessa árs en stofnandi sjóðsins, Aurora velgerðarsjóður, hefur ákveðið að veita sjóðnum brautargengi í önnur þrjú ár.

Skoða myndir hér.

Að þessu sinni fengu tveir aðilar framhaldsstyrki til frekari eflingar verkefna sinna, sem er í takt við þá stefnu sjóðsins að fylgja eftir völdum verkefnum þannig að sá árangur megi fremur nást sem viðkomandi stefnir að.

Styrkina hlutu SPARK hönnunargallerí og Sruli Recht fatahönnuður. Bæði þessi verkefni eiga það sameiginlegt að ötullega hefur verið unnið í þeim frá fyrri styrkveitingum.

Sjóðurinn styrkir í fyrsta skipti Sóleyju Stefánsdóttur með verkefni sitt DIG-Equality (Design Innovation for Gender Equality), sem byggir á þeirri hugsjón að hönnun sé afl til samfélagslegra breytinga.

Þá hefur sjóðurinn styrkt átta hönnuði til starfsnáms síðustu ár. Í þetta sinn hlaut Steinar Júlíusson, grafískur hönnuður, slíkan styrk til starfsnáms hjá Acne Productions í Stokkhólmi.

Honnunarsjodur.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.