Stabæk greiðir Nancy 33 milljónir vegna sölu Veigars Páls Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2011 11:00 Mynd/Scanpix Forráðamenn norska félagsins Stabæk hafa tilkynnt að félagið hafi komist að samkomulagi við Nancy í Frakklandi um að greiða því 1,6 millón norskra króna, um 33 milljónir króna, vegna sölunnar á Veigar Páli Gunnarssyni til Vålerenga. Þetta gætu reynst góð tíðindi fyrir Stjörnuna og KR. Mikið hefur verið fjallað um söluna í norskum fjölmiðlum síðustu daga og vikur og málið talið eitt mesta hneykslismál norskrar knattspyrnu síðustu ára. Vålerenga keypti Veigar Pál en uppgefið kaupverð var ein milljón norskra króna. Nancy átti rétt á helmingi kaupverðsins samkvæmt samkomulaginu sem var gert þegar að Stabæk keypti Veigar Pál aftur frá Nancy á sínum tíma. Hins vegar fylgdu með í kaupunum kaupréttur á fimmtán ára gömlum gutta sem var metinn á 4 milljónir norskra kaupa. Um svik var að ræða og hafa forráðamenn bæði Stabæk og Vålerenga verið refsað fyrir málið af norska knatttspyrnusambandinu. Málinu er þó ekki lokið þar sem að lögreglan í Osló hefur hafið rannsókn á málinu. Jarl Överby, settur yfirmaður í Stabæk, segir í yfirlýsingunni að samkomulagið við Nancy sé algerlega óháð refsiaðgerðum norska sambandsins. „Samkomulagi var eingöngu gert til að tryggja hagsmuni Nancy," sagði í yfirlýsingunni. Þrátt fyrir allt er líklega rétt að áætla að Nancy hafi í raun átt rétt á 2,5 milljónum norskra króna fyrir söluna á Veigar Páli. Lögreglan í Osló segir að samkomulagið hafi engin áhrif á rannsóknina. Íslensku félögin Stjarnan og KR hafa einnig hagsmuna að gæta þar sem þau eiga rétt á uppeldisbótum fyrir Veigar Pál en það er ákveðið hlutfall af söluvirðinu. Fordæmið sem nú er gefið í samkomulaginu við Nancy hlýtur því að ýta undir að álíka samningur verði gerður við uppeldisfélög Veigars Páls. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Forráðamenn norska félagsins Stabæk hafa tilkynnt að félagið hafi komist að samkomulagi við Nancy í Frakklandi um að greiða því 1,6 millón norskra króna, um 33 milljónir króna, vegna sölunnar á Veigar Páli Gunnarssyni til Vålerenga. Þetta gætu reynst góð tíðindi fyrir Stjörnuna og KR. Mikið hefur verið fjallað um söluna í norskum fjölmiðlum síðustu daga og vikur og málið talið eitt mesta hneykslismál norskrar knattspyrnu síðustu ára. Vålerenga keypti Veigar Pál en uppgefið kaupverð var ein milljón norskra króna. Nancy átti rétt á helmingi kaupverðsins samkvæmt samkomulaginu sem var gert þegar að Stabæk keypti Veigar Pál aftur frá Nancy á sínum tíma. Hins vegar fylgdu með í kaupunum kaupréttur á fimmtán ára gömlum gutta sem var metinn á 4 milljónir norskra kaupa. Um svik var að ræða og hafa forráðamenn bæði Stabæk og Vålerenga verið refsað fyrir málið af norska knatttspyrnusambandinu. Málinu er þó ekki lokið þar sem að lögreglan í Osló hefur hafið rannsókn á málinu. Jarl Överby, settur yfirmaður í Stabæk, segir í yfirlýsingunni að samkomulagið við Nancy sé algerlega óháð refsiaðgerðum norska sambandsins. „Samkomulagi var eingöngu gert til að tryggja hagsmuni Nancy," sagði í yfirlýsingunni. Þrátt fyrir allt er líklega rétt að áætla að Nancy hafi í raun átt rétt á 2,5 milljónum norskra króna fyrir söluna á Veigar Páli. Lögreglan í Osló segir að samkomulagið hafi engin áhrif á rannsóknina. Íslensku félögin Stjarnan og KR hafa einnig hagsmuna að gæta þar sem þau eiga rétt á uppeldisbótum fyrir Veigar Pál en það er ákveðið hlutfall af söluvirðinu. Fordæmið sem nú er gefið í samkomulaginu við Nancy hlýtur því að ýta undir að álíka samningur verði gerður við uppeldisfélög Veigars Páls.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira