Vergne fljótastur þriðja daginn í röð og ánægður með frammistöðu sína 17. nóvember 2011 17:24 Jean Eric Vergne ók með meistaraliði Red Bull í þrjá daga í röð. MYND: Getty Images/Andre Hone/Red Bull Racing Jean Eric Vergne frá Frakklandi reyndist fljótastur í dag á æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann náði líka besta tíma á mánudag og þriðjudag, en æfingadagurinn í dag var sá síðasti á dagskrá. Æfingarnar notuðu liðin m.a. til að gefa ungum ökumönnum tækifæri um borð bílum sínum. Vergne var með besta tíma í dag á undan Bretanum Sam Bird á Mercedes, en Frakkinn Jules Bianchi náði þriðja besta tíma á Ferrari. Meiri hiti var í dag en á mánudag og þriðjudag í Abú Dabí, en lofthiti fór upp í 33 gráður og brautarhiti í 55 gráður. Vergne, sem er 21 árs gamall hafði áður ekið með Torro Rosso í tvígang á föstudagsæfingu fyrir kappakstursmót. Hann á möguleika á sæti sem varaökumaður eða keppnisökumaður með Torro Rosso liðinu á næsta ári, samkvæmt frétt autosport.com. Formúlu 1 lið Torro Rosso og Red Bull liðin eru bæði í eigu Red Bull fyrirtækisins. „Þetta sýnir að ég bý yfir þeim hraða sem þarf til að keppa í Formúlu 1. En það er Red Bull að ákveða og þökk sé þeim þá gat ég prófað þennan bíl. Ég hef gert mitt besta og núna verða þeir að ákveða hvað er mér fyrir bestu hvað framtíðina varðar," sagði Vergne í frétt auosport.com. „Ég hef gert allt sem ég gat á þessum þremur dögum og nú á ég eina æfingu eftir, keyri í Brasilíu. Við sjáum hvað setur. Ég er mjög ánægður. Þetta voru meiriháttar dagar og ég er mjög ánægður með það sem ég hef gert fyrir liðið. Allt gekk vel," sagði Vergne. Bird sem náði næstbesta tíma í dag ók 104 hringi í dag með Mercedes. Liðið einbeitti sér að þróunarvinnu fyrir næsta ár á æfingunni. „Ég er þakklátur Mercedes fyrir að treysta mér fyrir þeirri ábyrgð að keyra á þessa þrjá æfingadaga. Þetta hefur verið jákvæð og ánægjuleg reynsla fyrir mig og ég naut þess að vinna með liðinu", sagði Bird. Tímarnir af autosport.com 1. Jean-Eric Vergne Red Bull-Renault 1m38.917s 2. Sam Bird Mercedes GP 1m40.897s 3. Jules Bianchi Ferrari 1m41.347s 4. Olivier Turvey McLaren-Mercedes 1m41.513s 5. Max Chilton Force India-Mercedes 1m41.575s 6. Esteban Gutierrez Sauber-Ferrari 1m42.049s 7. Mirko Bortolotti Williams-Cosworth 1m43.277s 8. Kevin Ceccon Toro Rosso-Ferrari 1m43.686s 9. Alexander Rossi Lotus-Renault 1m44.283s 10. Jan Charouz Renault 1m44.470s 11. Stefano Coletti Toro Rosso-Ferrari 1m44.545s 12. Nathanael Berthon HRT-Cosworth 1m45.839s 13. Robert Wickens Virgin-Cosworth 1m45.934s 14. Charles Pic Virgin-Cosworth 1m46.348s Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Jean Eric Vergne frá Frakklandi reyndist fljótastur í dag á æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann náði líka besta tíma á mánudag og þriðjudag, en æfingadagurinn í dag var sá síðasti á dagskrá. Æfingarnar notuðu liðin m.a. til að gefa ungum ökumönnum tækifæri um borð bílum sínum. Vergne var með besta tíma í dag á undan Bretanum Sam Bird á Mercedes, en Frakkinn Jules Bianchi náði þriðja besta tíma á Ferrari. Meiri hiti var í dag en á mánudag og þriðjudag í Abú Dabí, en lofthiti fór upp í 33 gráður og brautarhiti í 55 gráður. Vergne, sem er 21 árs gamall hafði áður ekið með Torro Rosso í tvígang á föstudagsæfingu fyrir kappakstursmót. Hann á möguleika á sæti sem varaökumaður eða keppnisökumaður með Torro Rosso liðinu á næsta ári, samkvæmt frétt autosport.com. Formúlu 1 lið Torro Rosso og Red Bull liðin eru bæði í eigu Red Bull fyrirtækisins. „Þetta sýnir að ég bý yfir þeim hraða sem þarf til að keppa í Formúlu 1. En það er Red Bull að ákveða og þökk sé þeim þá gat ég prófað þennan bíl. Ég hef gert mitt besta og núna verða þeir að ákveða hvað er mér fyrir bestu hvað framtíðina varðar," sagði Vergne í frétt auosport.com. „Ég hef gert allt sem ég gat á þessum þremur dögum og nú á ég eina æfingu eftir, keyri í Brasilíu. Við sjáum hvað setur. Ég er mjög ánægður. Þetta voru meiriháttar dagar og ég er mjög ánægður með það sem ég hef gert fyrir liðið. Allt gekk vel," sagði Vergne. Bird sem náði næstbesta tíma í dag ók 104 hringi í dag með Mercedes. Liðið einbeitti sér að þróunarvinnu fyrir næsta ár á æfingunni. „Ég er þakklátur Mercedes fyrir að treysta mér fyrir þeirri ábyrgð að keyra á þessa þrjá æfingadaga. Þetta hefur verið jákvæð og ánægjuleg reynsla fyrir mig og ég naut þess að vinna með liðinu", sagði Bird. Tímarnir af autosport.com 1. Jean-Eric Vergne Red Bull-Renault 1m38.917s 2. Sam Bird Mercedes GP 1m40.897s 3. Jules Bianchi Ferrari 1m41.347s 4. Olivier Turvey McLaren-Mercedes 1m41.513s 5. Max Chilton Force India-Mercedes 1m41.575s 6. Esteban Gutierrez Sauber-Ferrari 1m42.049s 7. Mirko Bortolotti Williams-Cosworth 1m43.277s 8. Kevin Ceccon Toro Rosso-Ferrari 1m43.686s 9. Alexander Rossi Lotus-Renault 1m44.283s 10. Jan Charouz Renault 1m44.470s 11. Stefano Coletti Toro Rosso-Ferrari 1m44.545s 12. Nathanael Berthon HRT-Cosworth 1m45.839s 13. Robert Wickens Virgin-Cosworth 1m45.934s 14. Charles Pic Virgin-Cosworth 1m46.348s
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira