Bianchi í mikilvægri vinnu með Ferrari 16. nóvember 2011 20:30 Formúlu 1 lið héldu áfram að prófa unga ökumenn um borð í bílum sínum á Abú Dabí brautinni í dag eins og í gær. Frakkinn Jean Eric Vergne a Red Bull náði aftur besta tíma á Yas Marina brautinni. Landi hans Jules Bianchi sem er varaökumaður Ferrari náði næstbesta tíma. Ökmennirnir sem eru á æfingunum hafa sumir hverjir aldrei ekið Formúlu 1 bíl áður og eru m.a. að prófa Pirelli dekk fyrir næsta ár, fyrir liðin sem þeir fá tækfiæri með. Formúlu 1 lið eru þegar farinn að huga að bílum næst árs og æfingarnar í Abú Dabí koma að notum á ýmsan hátt vegna þess. „Þetta var annar góður dagur. Ég náði að aka fjölmarga kílómetra og lauk því sem við áætluðum að prófa og gat bætt tíma minn frá því í gær. Þetta var mikilvæg vinna fyrir liðið, af því við höfum safnað saman upplýsingum sem verða mikilvægar fyrir þróun á 2012 bílnum," sagði Bianchi eftir æfinguna. Kevin Ceccon, 18 ára Ítali prófaði Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í dag með Torro Rosso. „Þetta var ótrúleg reynsla, að keyra Formúlu 1 bíl og að vinna með þessu liði. Ég er þakklátur Torro Rosso fyrir þetta frábæra tækifæri. Við náðum að ljúka mikilli vinnu í dag og að prófa hluti fyrir bílinn auk Pirelli dekkjanna fyrir næsta ár og bárum þau saman við dekk þess árs," sagði Cecoon. „Mér finnst ég hafa lært meira í dag í prófun á Formúlu 1 bíl, en á mörgum dögum í öðrum mótaröðum sem ég hef keppt í. Þetta var því lærdómsríkt og ég vonast til að taka framförum á morgun og geta hjálpað liðinu fyrir komandi tímabil," sagði Ceccon. Tímarnir í dag 1. Jean-Eric Vergne Red Bull 1:40.188 43 2. Jules Bianchi Ferrari 1:40.279 91 3. Gary Paffett McLaren 1:41.756 71 4. Valtteri Bottas Williams 1:42.367 88 5. Johnny Cecotto Force India 1:42.873 84 6. Esteban Gutierrez Sauber 1:43.637 96 7. Sam Bird Mercedes 1:43.734 94 8. Kevin Korjus Lotus Renault 1:43.776 70 9. Luiz Razia Team Lotus 1:43.944 89 10. Kevin Ceccon Toro Rosso 1:44.808 97 11. Jan Charouz HRT 1:46.644 56 12. Charles Pic Virgin 1:46.698 61 13. Nathanael Berthon Virgin 1:48.646 9 Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Formúlu 1 lið héldu áfram að prófa unga ökumenn um borð í bílum sínum á Abú Dabí brautinni í dag eins og í gær. Frakkinn Jean Eric Vergne a Red Bull náði aftur besta tíma á Yas Marina brautinni. Landi hans Jules Bianchi sem er varaökumaður Ferrari náði næstbesta tíma. Ökmennirnir sem eru á æfingunum hafa sumir hverjir aldrei ekið Formúlu 1 bíl áður og eru m.a. að prófa Pirelli dekk fyrir næsta ár, fyrir liðin sem þeir fá tækfiæri með. Formúlu 1 lið eru þegar farinn að huga að bílum næst árs og æfingarnar í Abú Dabí koma að notum á ýmsan hátt vegna þess. „Þetta var annar góður dagur. Ég náði að aka fjölmarga kílómetra og lauk því sem við áætluðum að prófa og gat bætt tíma minn frá því í gær. Þetta var mikilvæg vinna fyrir liðið, af því við höfum safnað saman upplýsingum sem verða mikilvægar fyrir þróun á 2012 bílnum," sagði Bianchi eftir æfinguna. Kevin Ceccon, 18 ára Ítali prófaði Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í dag með Torro Rosso. „Þetta var ótrúleg reynsla, að keyra Formúlu 1 bíl og að vinna með þessu liði. Ég er þakklátur Torro Rosso fyrir þetta frábæra tækifæri. Við náðum að ljúka mikilli vinnu í dag og að prófa hluti fyrir bílinn auk Pirelli dekkjanna fyrir næsta ár og bárum þau saman við dekk þess árs," sagði Cecoon. „Mér finnst ég hafa lært meira í dag í prófun á Formúlu 1 bíl, en á mörgum dögum í öðrum mótaröðum sem ég hef keppt í. Þetta var því lærdómsríkt og ég vonast til að taka framförum á morgun og geta hjálpað liðinu fyrir komandi tímabil," sagði Ceccon. Tímarnir í dag 1. Jean-Eric Vergne Red Bull 1:40.188 43 2. Jules Bianchi Ferrari 1:40.279 91 3. Gary Paffett McLaren 1:41.756 71 4. Valtteri Bottas Williams 1:42.367 88 5. Johnny Cecotto Force India 1:42.873 84 6. Esteban Gutierrez Sauber 1:43.637 96 7. Sam Bird Mercedes 1:43.734 94 8. Kevin Korjus Lotus Renault 1:43.776 70 9. Luiz Razia Team Lotus 1:43.944 89 10. Kevin Ceccon Toro Rosso 1:44.808 97 11. Jan Charouz HRT 1:46.644 56 12. Charles Pic Virgin 1:46.698 61 13. Nathanael Berthon Virgin 1:48.646 9
Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira