Vettel féll úr leik í fyrsta skipti á árinu eftir að dekk sprakk 13. nóvember 2011 20:50 Sebastian Vettel féll úr leik eftir að afturdekk á bíl hans sprakk og bíll hans skemmdist í framhaldi af því. AP MYND: Kamran Jebrelli Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk. „Á leið út úr fyrstu beygjunni virtist allt vera í lagi, en þegar ég var að fara í aðra beygjuna þá fann ég að eitthvað var skrítið hægra megin að aftan", sagði Vettel um atvikið. Hann þurfti að bregðast við til að hafa stjórn á bílnum, þar sem hægra afturdekkið var vindlaust, en hann fékk svo ekki við neitt ráðið og fór útaf brautinni og út á grasflöt. Vettel náði síðan að halda áfram og keyra inn á þjónustusvæðið. „Þegar ég kom á þjónustusvæðið þá var ljóst að afturfjöðrunin hafði skemmst og ég gat ekki haldið áfram. Við hefðum ekki getað gert neitt betur þessa helgina, en verðum að skoða hvað varð til þess að dekkið sprakk. Ég náði góðri ræsingu og var ánægður með bílinn fram að þessu atviki. Að tapa mótinu þarna, svona snemma, það er sannarlega sárt, " sagði Vettel. Hann notaði tækifærið og fylgidst með aðgerðum Red Bull á manna á þjónustusvæðinu, þar sem Christian Horner, yfirmaður Red Bull og þeir sem stýra gangi mála hjá liðinu sitja á meðan keppni stendur. Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk. „Á leið út úr fyrstu beygjunni virtist allt vera í lagi, en þegar ég var að fara í aðra beygjuna þá fann ég að eitthvað var skrítið hægra megin að aftan", sagði Vettel um atvikið. Hann þurfti að bregðast við til að hafa stjórn á bílnum, þar sem hægra afturdekkið var vindlaust, en hann fékk svo ekki við neitt ráðið og fór útaf brautinni og út á grasflöt. Vettel náði síðan að halda áfram og keyra inn á þjónustusvæðið. „Þegar ég kom á þjónustusvæðið þá var ljóst að afturfjöðrunin hafði skemmst og ég gat ekki haldið áfram. Við hefðum ekki getað gert neitt betur þessa helgina, en verðum að skoða hvað varð til þess að dekkið sprakk. Ég náði góðri ræsingu og var ánægður með bílinn fram að þessu atviki. Að tapa mótinu þarna, svona snemma, það er sannarlega sárt, " sagði Vettel. Hann notaði tækifærið og fylgidst með aðgerðum Red Bull á manna á þjónustusvæðinu, þar sem Christian Horner, yfirmaður Red Bull og þeir sem stýra gangi mála hjá liðinu sitja á meðan keppni stendur.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira