Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen átti góðu gengi að fagna með liði sínu, Zoetermeer, í hollensku úrvalsdeildinni og vann báða leiki sína í mikilvægri viðureign í dag.
Zoetermeer vann þá 4-3 sigur á Pay Pro DTK 70 í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í úrslitakeppninni um hollenska meistaratitilinn.
Guðmundur sigraði báða einliðaleiki sína, fyrst gegn Pepijn Leppers, 3-0, og svo Casper Teer Luun, einnig 3-0. Hann bar sinnig sigur úr býtum í tvíliðaleik ásamt liðsfélaga sínum, 3-2.
Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram um næstu helgi.
Guðmundur sigursæll í Hollandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn
