Hülkenberg og Di Resta keppa með Force India 2012 16. desember 2011 17:00 Nico Hülkenberg verður keppnisökumaður Force India á næsta ári, eftir að hafa verið varaökumaður liðsins í ár. MYND: FORCE INDIA Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hülkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Di Resta byrjaði með Force India liðinu á þessu ári og Vijay Mallya, yfirmaður liðsins sagði í fréttatilkynningu frá Force India að hann hefði vakið athygli á tímabilinu. Mallya sagði að liðið hefði kosið að meta hæfileika Hülkenberg á tímabilinu og þó hann hefði lítið ekið, þá hefði hann sannfært liðið um að veita honum sæti keppnisökumanns á næsta ári. Mallya óskaði Sutil velfarnaðar í framtíðinni, en hann hafði verið fjögur ár hjá liðinu. „Ég er augljóslega hæstánægður að vera áfram hjá Force India og fá tækifæri til að keppa á næsta ári. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni á þessu tímabili, en ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég væri fær um", sagði Hülkenberg í fréttatilkynningu frá Force India. Hülkenberg kvaðst þakklátur liðinu og ákafur að vinna að því að þróa keppnisbílinn í vetur, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar á Jerez brautinni á Spáni. Di Resta kvaðst hlakka til að keppa annað árið í röð í Formúlu 1 og vaxa og þroskast með Force India liðinu. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni árið 2010, en skipti síðan yfir í Formúlu 1 í fyrra. „Ég hef alltaf sagt að ég hef yndi af því að vera hluti af þessu liði. Það er metnaðarfullt og hungrar í velgengni og við vinnum vel saman", sagði Di Resta og kvaðst vera spenntur fyrir næsta ári. Hann sagðist ætla hvílast á næstu vikum og hlaða sig orku og mæta enn sterkari til leiks á næsta ári. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hülkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Di Resta byrjaði með Force India liðinu á þessu ári og Vijay Mallya, yfirmaður liðsins sagði í fréttatilkynningu frá Force India að hann hefði vakið athygli á tímabilinu. Mallya sagði að liðið hefði kosið að meta hæfileika Hülkenberg á tímabilinu og þó hann hefði lítið ekið, þá hefði hann sannfært liðið um að veita honum sæti keppnisökumanns á næsta ári. Mallya óskaði Sutil velfarnaðar í framtíðinni, en hann hafði verið fjögur ár hjá liðinu. „Ég er augljóslega hæstánægður að vera áfram hjá Force India og fá tækifæri til að keppa á næsta ári. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni á þessu tímabili, en ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég væri fær um", sagði Hülkenberg í fréttatilkynningu frá Force India. Hülkenberg kvaðst þakklátur liðinu og ákafur að vinna að því að þróa keppnisbílinn í vetur, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar á Jerez brautinni á Spáni. Di Resta kvaðst hlakka til að keppa annað árið í röð í Formúlu 1 og vaxa og þroskast með Force India liðinu. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni árið 2010, en skipti síðan yfir í Formúlu 1 í fyrra. „Ég hef alltaf sagt að ég hef yndi af því að vera hluti af þessu liði. Það er metnaðarfullt og hungrar í velgengni og við vinnum vel saman", sagði Di Resta og kvaðst vera spenntur fyrir næsta ári. Hann sagðist ætla hvílast á næstu vikum og hlaða sig orku og mæta enn sterkari til leiks á næsta ári.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira