Íslenskt sundfólk setti fjögur ný Íslandsmet á Norðurlandamóti unglinga og pre-seniors eins og það nefnist á ensku. Mótið hófst í gær og fór vel af stað fyrir íslenska liðið.
Eygló Ósk Gústafsdóttir vann keppni í 100 m baksundi og setti um leið nýtt Íslandsmet í greininni er hún synti á 59,75 sekúndum. Bætti hún metið um sex hundraðshluta úr sekúndu en gamla metið átti hún sjálf og setti fyrir nokkrum vikum.
Inga Elín Cryer setti svo met í 800 m skriðsundi og bætti gamla metið um tæpar fimm sekúndur er hún synti á 8:41,79 mínútum. Varð hún einnig Norðurlandameistari.
Anton Sveinn McKee bætti svo Íslandsmet í tveimur greinum, í 1500 m skriðsundi og 800 m skriðsundi. Anton synti lengra sundið á 15:91,35 mínútum og vann með miklum yfiruburðum. Í 800 m skriðsundinu synti hann á 7:58,40 mínútum og bætti þar með ellefu ára gamalt met Arnar Arnarsonar um tæpar tíu sekúndur.
Birkir Snær Helgason setti piltamet í 1500 m skriðsundi og bætti þar með þrettán ára gamalt met Arnar. Birkir synti á 15:41,96 mínútum og bætti metið um rúmar sex sekúndur.
Fjögur Íslandsmet á NM unglinga
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn






Fleiri fréttir
