Heitt súkkulaði 1. nóvember 2011 00:01 Uppskriftin er fyrir tvo. Þeir sem á annað borð velta kaffi eitthvað fyrir sér vita að kaffi er ekki það sama og kaffi. Tinna Jóhannsdóttir í Kaffifélaginu lærði sína kaffilist af Ítölum, en ítalska kaffigerðarhefðin leggur mikið upp úr nákvæmni. Hér gefur hún upskrift að hinum fullkomna súkkulaðibolla sem gott er að dreypa á á aðventunni. Tinna Jóhannsdóttir og Ben Stanley James Cockerill, kaffibarþjónn á Kaffifélaginu. Ég nota tvenns konar súkkulaði þegar ég útbý heitt súkkulaði. Af gömlum vana nota ég Siríus, en aðrar tegundir eru eflaust ágætar líka. 70% súkkulaðið gefur aukakraft og dýpt sem mér finnst ekki nást ef notað er eingöngu Konsúm eða annað sambærilegt. 300 ml nýmjólk 10-12 bitar Siríus Konsúm 5-6 bitar Síríus 70% Súkkulaðið er borið fram með þeyttum rjóma. Þegar ég geri fáa bolla finnst mér best að þeyta mjólkina og súkkulaðið saman með cappuccino-stútnum á espresso-vélinni minni því þá verður drykkurinn léttari. Annars nota ég súkkulaðipottinn hennar ömmu sem ég fékk fyrirfram í arf. Borið fram með þeyttum rjóma og skreytt með kakódufti. Jóladrykkir Jólafréttir Mest lesið Heimagerður brjóstsykur Jól Krakkar mínir komið þið sæl Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Sannkallað augnakonfekt Jól Jólastemning í Árbæjarsafni Jól Amma og Ajaxið komu með jólin Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hvernig gerir þú Könglaseríu? Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól
Þeir sem á annað borð velta kaffi eitthvað fyrir sér vita að kaffi er ekki það sama og kaffi. Tinna Jóhannsdóttir í Kaffifélaginu lærði sína kaffilist af Ítölum, en ítalska kaffigerðarhefðin leggur mikið upp úr nákvæmni. Hér gefur hún upskrift að hinum fullkomna súkkulaðibolla sem gott er að dreypa á á aðventunni. Tinna Jóhannsdóttir og Ben Stanley James Cockerill, kaffibarþjónn á Kaffifélaginu. Ég nota tvenns konar súkkulaði þegar ég útbý heitt súkkulaði. Af gömlum vana nota ég Siríus, en aðrar tegundir eru eflaust ágætar líka. 70% súkkulaðið gefur aukakraft og dýpt sem mér finnst ekki nást ef notað er eingöngu Konsúm eða annað sambærilegt. 300 ml nýmjólk 10-12 bitar Siríus Konsúm 5-6 bitar Síríus 70% Súkkulaðið er borið fram með þeyttum rjóma. Þegar ég geri fáa bolla finnst mér best að þeyta mjólkina og súkkulaðið saman með cappuccino-stútnum á espresso-vélinni minni því þá verður drykkurinn léttari. Annars nota ég súkkulaðipottinn hennar ömmu sem ég fékk fyrirfram í arf. Borið fram með þeyttum rjóma og skreytt með kakódufti.
Jóladrykkir Jólafréttir Mest lesið Heimagerður brjóstsykur Jól Krakkar mínir komið þið sæl Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Sannkallað augnakonfekt Jól Jólastemning í Árbæjarsafni Jól Amma og Ajaxið komu með jólin Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hvernig gerir þú Könglaseríu? Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól