Tiger gerði engin mistök á fyrsta golfhring ársins 2011 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. janúar 2011 11:45 Tiger Woods gerði engin mistök á fyrsta hringnum á Torrey Pines vellinum. AP Tiger Woods lék vel á fyrsta hringnum á Farmers meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær en hann fékk þrjá fugla og gerði engin mistök. Woods lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari en hann er samt sem áður í 22.-34. sæti. Tiger sagði að hann væri á réttri leið en hann hefur æft gríðarlega vel að undanförnu og ætlar sér stóra hluti á árinu 2011. Árið 2010 var ekki árið hans Woods og náði hann ekki að vinna eitt mót sem hefur aldrei gerst frá árinu 1996 þegar hann gerðist atvinnumaður. „Þetta er betra, mun betra, mér fannst ég hafa stjórn á öllu sem ég var að gera og ég sló mörg góð golfhögg," sagði Woods eftir fyrsta hringinn í gær. Sunghoon Kang frá Suður-Kóreu er efstur á 8 höggum undir pari 64 höggum og Alex Prygh og Ryderkylfingurinn ungi Rickie Fowler eru næstir á 7 höggum undir pari. John Daly lét verkin tala en hann þarf að nýta tækifærin sem hann fær á PGA mótaröðinni.AP John Daly, rokkstjarna golfíþróttarinnar, vakti ekki aðeins athygli fyrir skrautlegan klæðnað á mótinu í gær því hann lék betur en Tiger Woods og er Daly í 5. sæti á 67 höggum eða 5 höggum undir pari. Daly er ekki með keppnisrétt á PGA mótaröðinni og þarf hann að stóla á boð frá styrktaraðilum til þess að fá að taka þátt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Margir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda og er Phil Mickelson á sama skori og Daly, eða 5 höggum undir pari. Sung-Hoon Kang -8 Alex Prugh -7 Rickie Fowler -7 Chris Kirk -6 Brandt Jobe -5 John Daly -5 Bill Haas -5 Keegan Bradley -5 Fabian Gomez -5 Ryuji Imada -5 Valdir aðrir kylfingar Phil Mickelson -5 Dustin Johnson -3 Hunter Mahan -3 Tiger Woods -3 Ben Crane -2 Nick Watney -2 Robert Allenby -1 Justin Rose par Golf Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods lék vel á fyrsta hringnum á Farmers meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær en hann fékk þrjá fugla og gerði engin mistök. Woods lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari en hann er samt sem áður í 22.-34. sæti. Tiger sagði að hann væri á réttri leið en hann hefur æft gríðarlega vel að undanförnu og ætlar sér stóra hluti á árinu 2011. Árið 2010 var ekki árið hans Woods og náði hann ekki að vinna eitt mót sem hefur aldrei gerst frá árinu 1996 þegar hann gerðist atvinnumaður. „Þetta er betra, mun betra, mér fannst ég hafa stjórn á öllu sem ég var að gera og ég sló mörg góð golfhögg," sagði Woods eftir fyrsta hringinn í gær. Sunghoon Kang frá Suður-Kóreu er efstur á 8 höggum undir pari 64 höggum og Alex Prygh og Ryderkylfingurinn ungi Rickie Fowler eru næstir á 7 höggum undir pari. John Daly lét verkin tala en hann þarf að nýta tækifærin sem hann fær á PGA mótaröðinni.AP John Daly, rokkstjarna golfíþróttarinnar, vakti ekki aðeins athygli fyrir skrautlegan klæðnað á mótinu í gær því hann lék betur en Tiger Woods og er Daly í 5. sæti á 67 höggum eða 5 höggum undir pari. Daly er ekki með keppnisrétt á PGA mótaröðinni og þarf hann að stóla á boð frá styrktaraðilum til þess að fá að taka þátt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Margir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda og er Phil Mickelson á sama skori og Daly, eða 5 höggum undir pari. Sung-Hoon Kang -8 Alex Prugh -7 Rickie Fowler -7 Chris Kirk -6 Brandt Jobe -5 John Daly -5 Bill Haas -5 Keegan Bradley -5 Fabian Gomez -5 Ryuji Imada -5 Valdir aðrir kylfingar Phil Mickelson -5 Dustin Johnson -3 Hunter Mahan -3 Tiger Woods -3 Ben Crane -2 Nick Watney -2 Robert Allenby -1 Justin Rose par
Golf Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira